Hinseginfræðsla í alla grunnskóla

Tillagan var borin upp af frumkvæði Bersans - ungra jafnaðarmanna í Hafnafirði

Tillagan var borin upp af frumkvæði Bersans – ungra jafnaðarmanna í Hafnafirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag tillögu Samfylkingarinnar um að innleiða hinseginfræðslu í alla grunnskóla bæjarins.

Eva Lín Vilhjálmsdóttir, yngsti bæjarfulltrúinn í sögu bæjarins

Eva Lín Vilhjálmsdóttir, yngsti bæjarfulltrúinn í sögu bæjarins

Tillagan var borin upp af frumkvæði Bersans- Ungra jafnaðarmanna og var fyrsti flutningsmaður hennar Eva Lín Vilhjálmsdóttir varabæjarfulltrúi sem í dag sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Eva Lín er 19 ár gömul og þar með yngsti bæjarfulltrúinn í sögu bæjarins.

Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að hinsegin ungmenni upplifi skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Fræðslan geti gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð sinni og kynvitund. Auk þess geti hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum.

 

Óskar Steinn Ómarsson formaður Bersans segir að þau séu í skýjunum með niðurstöðuna: 

„Við erum virki­lega stolt af okk­ar full­trú­um og ánægð með þann hljóm­grunn sem til­lag­an fékk í bæj­ar­stjórn. Nú er næsta mál á dag­skrá að tryggja fjár­magn og eft­ir­fylgni,“

seg­ir Óskar.

Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans

Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans

 

Til­lag­an er í þrem­ur liðum og er mark­mið henn­ar að bæta stöðu hinseg­in ung­menna í grunn­skól­um bæj­ar­ins og sporna gegn for­dóm­um:

  • Starfs­menn grunn­skóla Hafn­ar­fjarðar fái fræðslu frá full­trú­um Sam­tak­anna 78.
  • Öllum nem­end­um skól­anna standi til boða að fá viðtal hjá ráðgjöf­um Sam­tak­anna 78 nem­end­un­um að kostnaðarlausu.
  • Hafn­ar­fjarðarbær hefji sam­starf við Sam­tök­in 78 um þróun náms­efn­is fyr­ir alla bekki grunn­skóla.


Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: