Ársreikningur 2014: staðfestir sterka stöðu Hafnarfjarðarbæjar

Fyrri umræða um ársreikning 2014 fór fram í bæjarstjórn dag.

Fyrri umræða um ársreikning 2014 fór fram í bæjarstjórn dag.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fjallar í dag um ársreikning bæjarins vegna ársins 2014.  Þrátt fyrir áhrif óreglulegra liða, einkum dóms hæstaréttar vegna greiðslu fjármagnstekjuskatts , er rekstur bæjarins í aðalatriðum í takti við fjárhagsáætlun ársins. Skuldaviðmiðið hefur lækkað hraðar en gert var ráð fyrir í aðlögunaráætlun bæjarins,  úr 192% í 176% á milli ára. Það þýðir að þær áætlanir sem gerðar voru um að Hafnarfjörður myndi á örfáum árum komast undir opinber viðmið hafa reynst fullkomlega raunhæfar.

Farsæl endurfjármögnun

Þá kemur fram í ársreikningnum og samspili hans við nýlega fjárhagsáætlun, hversu mikil  og jákvæð áhrif endurfjármögnunin sem samþykkt var sl. vor hefur á rekstur bæjarins.  Þegar endurfjármögnunin verður að fullu komin til framkvæmda á þessu ári  og erlendar skuldir haf verið að nær fullu uppgreiddar mun greiðsluhæfi bæjarins styrkjast enn frekar.

Væntingar um auknar tekjar

Þegar tekið er tillit til breyttra aðstæðna m.a. á fasteignamarkaði og stóraukinnar eftirspurnar eftir lóðum undir nýtt íbúðarhúsnæði og aukna fjárfestingu í atvinnulífinu, má gera ráð fyrir að rekstur bæjarins muni halda áfram að styrkjast með sama hætt á árinu 2015 og hann hefur þróast sl. 2 ár. Það er líka í samræmi við spár nágrannasveitarfélaganna, sem almennt gera ráð fyrir að tekjur muni aukast nokkuð hratt á næstunni.

Hafnarfjörður í sérstaklega sterkri stöðu

Í samanburði við nágrannasveitarfélögin er Hafnarfjörður þó að mörgu leyti í sérstaklega sterkri stöðu, ekki síst með tillit til fjölda lóða sem bærinn hefur til úthlutunar, bæði atvinnulóða og íbúðalóða.  Sala þeirra mun hraða enn frekar niðurgreiðslu skulda bæjarins og leiða til aukinna reglulegra tekna í formi útsvars, fasteignagjalda og annarra opinberra gjalda. Þá hafa nokkur fyrirtæki verið að færa starfsemi sína í bæinn að undanförnu, m.a. Icelandair sem tók ákvörðun um það undir lok síðasta kjörtímabils að flytja hluta af sinni starfsemi í nýtt húsnæði á Völlunum og Eimskip sem nýlega tilkynnti um fjárfestingar sínar tengdar þjónustu Hafnarfjarðarhafnar.

 

Ársreikninginn má nálgast hérFlokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: