Einkaaðilar vilja byggja við Suðurbæjarlaug

Í Suðurbæjarlaug er 12,5 x 25 metra útisundlaug sem er samtengd við sérhannaða kennslulaug inni sem einnig er góð barnalaug. Úti eru heitir pottar, vatnsgufa, bunusveppur, tvær vatnsrennibrautir og vinsæll göngustígur sem liggur um sundlaugargarðinn. Mynd: hafnarfjordur.is

Í Suðurbæjarlaug er 12,5 x 25 metra útisundlaug sem er samtengd við sérhannaða kennslulaug inni sem einnig er góð barnalaug. Úti eru heitir pottar, vatnsgufa, bunusveppur, tvær vatnsrennibrautir og vinsæll göngustígur sem liggur um sundlaugargarðinn.
Mynd: hafnarfjordur.is

Í heitu pottunum í Suðurbæjarlaug er um fátt jafn mikið rætt þess dagana og hugmyndir einkaaðila um viðbyggingar við laugina og breytingar á starfseminni. Fyrir nokkrum vikum sendi Björn Leifsson eigandi World Class á Íslandi bæjarráði erindi og óskaði eftir því að fá að bygggja 2 þúsund fermetra líkamsræktarstöð á lóð laugarinnar. Á fundi bæjarráðs í gær var svo kynnt erindi frá fyrirtækinu GYM-Heilsa ehf sem einnig vill byggja undir starfsemi sína á lóðinni.

Á fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá fyrirtækinu Gym-heilsu ehf, sem rekið hefur heilsurækt í kjallara Suðurbæjarlaugar frá árinu 1999. Fyrirtækið óskar eftir því að fá úthlutað hluta af lóð laugarinnar til að byggja 500 fm2 byggingu undir starfsemi sína.

Gym-heilsa ehf er ekki eina fyrirtækið sem hefur sýnt því áhuga að fá hluta lóðar Suðurbæjarlaugar undir starfsemi sína. Aðeins eru nokkrar vikur síðan bæjaryfirvöldum barst erindi frá Birni Leifssyni eiganda World Class heilsuræktarstöðvanna hér á landi, þar sem hann óskaði eftir  hluta lóðar laugarinnar undir 2000 fm2 húsnæði fyrir starfsemi sína. Báðir aðilar vilja byggja upp starfsemi sína með tengingu við rekstur laugarinnar og þeirrar aðstöðu sem þar er fyrir

World Class við Breiðholtslaug

Suðurbæjarlaug er ekki eina laugin á höfuðborgarsvæðinu sem rektraraðilar líkamsræktarstöðva hafa augastað á. Í maí 2013 auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum áhugasamra aðila til að taka þátt í uppbyggingu og rekstri líkamsræktaraðstöðu í tengslum við Breiðholtslaug. Matshópur á vegum borgarinnar fór yfir umsóknir og lagði til við borgarráð að ganga til samninga við Þrek ehf, fyrirtæki Björns Leifssonar. Í ferlinu var m.a. kallað eftir hugmyndum íbúa svæðsins. Samkvæmt nýlegri frétt DV stefnir Björn á að opna stöðina við Breiðholtslaug næsta haust. Ef af verður mun stöðin í Breiðholti verða tíunda heilsuræktarstöð World Class á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúasamráð, útboð, forval?

Umræddar lóðir eru ekki til í skipulagi bæjarins og bæjaryfirvöld hafa engin áform kynnt um breytingu sem fela í sér uppskiptingu lóðar Suðurbæjarlaugar. Þá hafa heldur engin áform verið kynnt um að leita eftir frekari aðkomu einkaaðila að uppbyggingu og rekstri laugarinnar og starfsemi henni tengdri.

Bæjarráð er bundið af lögum og reglum sem m.a. gera kröfu um að gætt sé jafnræðis í gerð viðskiptasamninga opinberra aðila við einkaaðila. Sé pólitískur vilji til þess að fara í slíka uppbyggingu í tengslum við Suðurbæjarlaug er bæjaryfirvöldum því skylt að byggja ákvörðun sína á framkvæmd formlegs valferlis sem samrýmist þeim viðmiðum sem sett eru um slíkar ákvarðanir.

Málið virðist hins vegar ekki komið svo langt. Skipulags- og byggingafulltrúi bæjarins hefur reyndar skilað inn jákvæðri umsögn vegna erindis Björns Leifssonar en ekkert liggur aftur á móti fyrir um afstöðu meirihlutans til umræddra erinda. Ekkert samráð hefur  heldur átt sér stað um málið við íbúa svæðisins, notendur þjónustu Suðurbæjarlaugar eða aðra hagsmunaaðila. Gera verður ráð fyrir að slíkt samráð sé forsenda þess að bæjaryfirvöld geti tekið upplýsta ákvörðun í málinu.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: