Plássum fækkað á Kató

Á undanförnum árum hafa tveir leikskólar í Hafnarfirði skorið sig úr hvað hátt hlutfall fagmenntaðra starfsmanna snertir. Annar þeirra er Ungbarnaleikskólinn Bjarmi, sem nýr meirihluti hefur nú þegar tekið ákvörðun um að loka. Hinn er Leikskólinn Kató við Hlíðarbraut.

Á undanförnum árum hafa tveir leikskólar í Hafnarfirði skorið sig úr hvað hátt hlutfall fagmenntaðra starfsmanna snertir. Annar þeirra er Ungbarnaleikskólinn Bjarmi, sem nýr meirihluti hefur nú þegar tekið ákvörðun um að loka. Hinn er Leikskólinn Kató við Hlíðarbraut.

Vikublaðið Hafnarfjörður sagði frá því í lok nóvember sl. að bæjaryfirvöld íhuguðu að láta rífa húsnæði Kató (starfsstöð leikskólans Brekkuhvamms við Hlíðarbraut) og byggja þar íbúðarhúsnæði. Fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn vildu ekki staðfesta að heimildir blaðsins væru réttar og hafa forðast alla umræðu um málið, m.a. í fyrirspurnum á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 18. mars sl.

Foreldrar sem sótt hafa um fyrir börn sín á Kató fá hins vegar þau svör að ekki verði tekin inn börn á þeirri starfsstöð næsta haust. Eina undantekningin frá þeirri ákvörðun séu börn úr elsta árgangi leikskólans, þ.e. börn sem byrja í grunnskóla haustið 2016. Það er því fyrirséð að aðeins örfá börn muni að óbreyttu hefja þar leikskólagöngu næsta haust og mun færri en sem nemur fjölda þeirra barna sem eru að ljúka sinni dvöl þar í vor.

Í einhverjum tilvikum er um að ræða yngri systkini barna sem eru nú þegar á leikskólanum en munu að óbreyttu þurfa að fara á aðrar starfsstöðvar bæjarins þrátt fyrir að laus pláss séu til staðar á Kató við Hlíðarbraut næsta haust. Börnum á leikskólanum mun því fækka töluvert næsta haust og aldurssamsetning nemendahópsins breytast frá því sem nú er.

Ákvarðanir sem taka sig sjálfar
Þrátt fyrir að embættismenn bæjarins og starfsfólk hafi fengið fyrirmæli um að vinna samkvæmt ákvörðun um að draga saman í rekstri starfsstöðvarinnar og beina umsóknum um leikskólapláss annað, sjást þess hins vegar engin merki í fundargerðum fræðsluráðs eða bæjarstjórnar að málið hafi nokkru sinni verið rætt þar eða ákvörðun verið tekin á þeim vettvangi.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar spurðu bæjarfulltrúar minnihlutans bæjarstjóra og formann fræðsluráðs hvort til stæði að loka fleiri deildum eða leikskólum á næstunni. Í stað þess að svara spurningum bæjarfulltrúanna lýsti bæjarstjóri því yfir að ekki væri ástæða til að ætla annað en að hægt yrði að koma öllum börnum á tilteknum aldri fyrir á einhverjum af leikskólum bæjarins næsta haust.

Hæst hlutfall fagmenntaðra
Á undanförnum árum hafa tveir leikskólar í Hafnarfirði skorið sig úr hvað hátt hlutfall fagmenntaðra starfsmanna snertir. Annar þeirra er Ungbarnaleikskólinn Bjarmi, sem nýr meirihluti hefur nú þegar tekið ákvörðun um að loka. Hinn er Leikskólinn Kató við Hlíðarbraut.

Árið 2011 var yfirstjórn Kató sameinuð yfirstjórn leikskólans Smáralundar við Brekkuhvamm. Sameinaður leikskóli fékk heitið Brekkuhvammur. Þrátt fyrir sameinaða yfirstjórn hefur starfsstöðin við Hlíðarbraut (Kató) haldið sínum sérkennum og áherslum. Þar hefur hlutfall fagmenntaðra starfsmanna verið áberandi hátt í gegnum tíðina og almennt töluvert hærra en í öðrum bæjarreknum leikskólum eða allt að 90%.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem aðgengilegar eru á vef Sambands íslenska sveitarfélaga er hlutfall fagmenntaðra starfsmanna í hinum sameinaða leikskóla Brekkuhvammi einnig áberandi hátt og hæst á meðal leikskóla sem Hafnarfjarðarbær rekur, eða 67% árið 2013.

Það hefur vakið furðu margra að á sama tíma og bæjaryfirvöld tilkynna um átak til fjölgunar starfandi leikskólakennurunum skuli meirihlutinn ráðast í niðurskurð og lokanir í þeim leikskólum og deildum sem tróna á toppnum varðandi hlutfall fagmenntaðra starfsmanna.

Ófeigur Friðriksson segir það á skjön við hugmyndir um þéttingu byggðar að rífa í burtu grunnþjónustuna úr grónum hverfum.

Ófeigur Friðriksson segir það á skjön við hugmyndir um þéttingu byggðar að rífa í burtu grunnþjónustuna úr grónum hverfum.

Engin skynsemi í að rífa grunnþjónustuna
Í byrjun desember sl. fjallaði Bærinn okkar um málefni leikskólans við Hlíðarbraut og birti viðbrögð fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingaráði við frétt vikublaðsins Hafnarfjörður. Þar staðfesti Ófeigur Friðriksson bæjarfulltrúi að málið hefði enga kynningu fengið í skipulags- og byggingaráði. Taldi hann að það illa samrýmast hugmyndum nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins að láta svo mikilvæga innviði víkja fyrir annarri uppbyggingu, enda væri hugmyndin um þéttingu byggðar ekki síst byggð á þeirri viðleitni að nýta sem best þá innviði sem eru til staðar í grónum hverfum höfuðborgarsvæðisins.

„Við rífum ekki grunnþjónustuna í burtu til að koma fyrir fleiri íbúðarhúsum sem aftur munu auka þörfina fyrir sömu þjónustu. Það er engin skynsemi í því.“

Sagði Ófeigur í desember sl. og benti á að bæjarstjórnin hefði nýlega samþykkt nýtt skipulag fyrir svæðið síðasta þar sem áfram væri gert ráð fyrir starfsemi leikskólans á umræddri lóð.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: