Tony Hawk í gömlu slökkvistöðinni

Tony Hawk spjallar við krakkana í hinu nýja hafnfirska Skateparki Mynd: Albumm.is

Tony Hawk spjallar við krakkana í hinu nýja hafnfirska Skateparki
Mynd: Albumm.is

Það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur í heimi brettaáhugafólks koma í heimsókn til Íslands. Það gerðist þó í gær og að sjálfsögðu var viðkomustaðurinn Hafnarfjörður og nýja brettaaðstaðan sem Brettafélag Hafnarfjarðar hefur byggt upp í samstarfi við bæjaryfirvöld í gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun.

Brettafélagið fékk húsnæðið afhent sl. vor og hafa félagsmenn unnið sleitulaust að því í vetur að koma þar upp frábærri innanhússaðstöðu.

Tony Hawk er án vafa frægasti brettakappi í heimi og heimsókn hans því ótrúleg viðurkenning fyrir Brettafélag Hafnarfjarðar og það starf sem þar hefur verið unnið.

Hér má sjá myndband sem Daníel Sigurðsson tók af heimsókn kappans í Hafnarfjörð.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: