
Tillagan er á dagskrá bæjarstjórnarfundar sem verður haldin á morgun miðvikudag. Fundurinn hefst kl. 14:00 og er hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á netinu.
Í tillögunni felst einnig að bæjarstjórn styðji samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvetji Alþingi til að tryggja sveitarfélögunum í landinu svigrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en til breytinga á stöðu aðildarviðræðna kemur.
Í greinargerð með tillögunni segir að samkvæmt greinargerð sem unnin hafi verið fyrir sveitarfélögin hér á landi sé ljóst að áhrif aðildar á þau yrðu umtalsverð. Þó sé ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir um heildarávinning sveitarfélaga fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir.
Dagskrá bæjarstjórnarfundar og tillöguna í heild má nálgast hér.
Flokkar:Uncategorized