Vill engar frekari málamiðlanir í Landsnetsmálinu

Ófeigur Friðriksson segir samningsstöðuna nú í fyrsta skipti bæjarins megin í málinu þar sem Landsnet þurfi að ráðast í lagningu Suðvesturlínu og sú framkvæmd sé m.a. háð samþykki bæjarins.

Ófeigur Friðriksson segir samningsstöðuna nú í fyrsta skipti bæjarins megin í málinu þar sem Landsnet þurfi að ráðast í lagningu Suðvesturlínu og sú framkvæmd sé m.a. háð samþykki bæjarins.

Ófeigur Friðriksson bæjarfulltrúi og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði segir í grein sem hann ritar og birtist í Fjarðarpóstinum í gær að ef fallist verði á óbreytta beiðni Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna svokallaðrar Suðvesturlínu þá þjóni það ekki nema að litlu leyti hagsmunum þeirra íbúa sem nú þegar búa á Vallasvæðinu og hafa þar fjárfest í íbúðarhúsnæði. Í reynd muni loftlínum fjölga en ekki fækka ef beiðni Landsnets verði samþykkt.

Ófeigur segir að bærinn eigi ekkert að gefa eftir af kröfum sínum í viðræðum við fyrirtækið, enda sé samningsstaðan nú í fyrsta skipti bæjarins megin í málinu þar sem Landsnet þurfi að ráðast í lagningu Suðvesturlínu og sú framkvæmd sé m.a. háð samþykki bæjarins.

Hann segir tækifærið sem bærinn hafi til að ná fram sínum markmiðum og standa vörð um hagsmuni íbúa á svæðinu sé núna og það tækifæri komi ekki aftur.

„Þess vegna eigum við að setja kröfurnar hátt og ekki sætta okkur við neinar málamiðlanir. „ segir Ófeigur í grein sinni.

Greinina í heild má lesa hér.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: