Snjóbrettamót í miðbænum

snjorSnjóbrettamótið SLARK verður haldið í annað sinn á Thorsplani á morgun laugardag kl 13:30. Þar mun helsta snjóbrettafólk landsins sýna listir sínar á handriðum, rörum og pöllum. Á Facebook síðu mótsins segir að það verði „að sjálfsögðu góð tónlist og rugluð stemning á mótinu þar sem að hljómsveitir og plötsnúðar munu halda uppi stemingu á meðan á mótinu stendur“.

Mótið er öllum opið og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og fylgjast með þessum skemmtilega viðburði.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: