Bakaraofninn frumsýndur í dag

Í leikritinu opna Gunni og Felix veitingastaðinn “Bakaraofninn” en lenda fljótlega í miklum vandræðum með iðnaðarmann sem reynist ekki allur þar sem hann er séður.

Í leikritinu opna Gunni og Felix veitingastaðinn “Bakaraofninn” en lenda fljótlega í miklum vandræðum með iðnaðarmann sem reynist ekki allur þar sem hann er séður.

Í dag frumsýnir Gaflaraleikhúsið ekta barnafarsa fyrir alla fjölskylduna eftir Gunnar Helgason og Felix Bergsson.

Verkið heitir Bakaraofninn og fjallar um þá félaga Gunna og Felix sem opna veitingastaðinn “Bakaraofninn” en lenda fljótlega í miklum vandræðum með iðnaðarmann sem reynist ekki allur þar sem hann er séður. Að auki eiga þeir von á grimmum matargagnrýnanda sem er þekktur fyrir “að drepa veitingastaði!”

Aðrir leikarar eru stórleikararnir Elva Ósk Ólafsdóttir og Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður. Tónlist er í verkinu eftir Mána Svavarsson og leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Björk sló í gegn í verkum sínum “Sellófon” og “Blakkát” og leikstjórnarverk hennar “Unglingurinn”, “Heili Hjarta Typpi” og “Konubörn” hafa undanfarið fengið frábærar viðtökur.

Gunni og Felix eru að sjálfsögðu heimsfrægir á Íslandi. Þeir vöktu fyrst athygli sem umsjónarmenn Stundarinnar okkar og hafa fylgt íslenskum fjölskyldum í tvo áratugi. Gunni er einnig metsöluhöfundur barnabóka og Felix tónlistarmaður og þáttastjórnandi í útvarpi og sjónvarpi.

Upplýsingar um leikritið má nálgast á vef GaflaraleikhússinsFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: