Mikilvægt að kanna rétt starfsmanna

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segir að þær upplýsingar sem hafi komið fram um rannsókn bæjarstjóra í tengslum við ótilgreint starfsmannamál sýni að fara þurfi rækilega yfir allar reglur um notkun fjarskiptatækja og skýra betur réttindi og skyldur starfsmanna bæjarins.

„Það er eðlilegt að bæjarstarfsmenn séu ósáttir við að þeir hafi ekki verið upplýstir fyrirfram um rannsóknina og eftir atvikum leitað eftir samþykki þeirra.“

segir Gunnar Axel

En eiga starfsmenn og kjörnir fulltrúar ekki bara að vera meðvitaður um það að einhver geti skoðað hvert þeir hringja ef þeir greiða ekki fyrir símtölin sjálfir?

Gunnar Axel segir það alls ekki svo einfalt.

„Í tilfelli kjörinna fulltrúa er greitt upp að ákveðnu marki sem skilgreint er sem starfstengdur kostnaður en það sem er umfram er skilgreint sem einkanot og greidd af viðkomandi sjálfum. Ég veit ekki hvort að sama fyrirkomulag hefur verið hjá öllum starfsmönnum sem fá endurgreiddan starfstengdan símakostnað, ég býst við því að svo sé. Í þeim tilvikum er auðvitað eðlilegast að símanúmerið sé eingöngu skráð á viðkomandi einstakling, hvort sem um er að ræða starfsmann eða kjörinn fulltrúa. Kæra okkar til Persónuverndar mun vonandi skýra þetta betur og leiða í ljós hvort lög hafi verið brotin í þessu máli. „

Gunnar Axel segist hafa fengið samþykki fyrir því að hans símanúmer verði eftirleiðis eingöngu á hans nafni og bærinn komi sömuleiðis hvergi beint að greiðslu hans símreikninga. Í ljósi þess sem á undan er gengið segist Gunnar Axel búast við því að aðrir kjörnir fulltrúar og starfsmenn muni gera það sama.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: