Datt í lukkupottinn

"Ég hef alltaf verið á kafi í málefnum ungs fólks og haft gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist högum barna og unglinga, ekki síst forvarnar- og jafnréttismálum"

„Ég hef alltaf verið á kafi í málefnum ungs fólks og haft gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist högum barna og unglinga, ekki síst forvarnar- og jafnréttismálum“

Margrét Gauja Magnúsdóttir, eða Magga Gauja eins og hún er venjulega kölluð hefur verið í leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði síðustu 8 mánuði. Þeim tíma hefur hún varið með fjölskyldunni sinni á Höfn í Hornafirði. Við tókum hana tali og forvitnuðumst um hvað hún væri í raun að brasa í bæ humars og hreindýra, 470 km í burtu frá Hafnarfirði.

Menntun, menning, rannsóknir og nýsköpun

„Í sumar fékk ég símtal og mér var boðið spennandi starf sem varð til þess að ég ákvað að fylgja eiginmanninum eftir, sem byrjaði að vinna sem verkefnastjóri Nýheima í byrjun júní síðastliðin. Nýheimar er þekkingarklasi hér á Hornafirði sem inniheldur m.a Framhaldsskóla Austur- Skaftafellsýslu (FAS), Náttúrustofu SA lands, Fræðslunet Suðurlands, Háskóla Íslands, Ríki Vatnajökuls, Hornafjarðarsöfn, Matís og fleiri stofnanir.“

segir Magga Gauja og bætir við að það sé mjög spennandi og skemmtilegt andrúmsloft í kringum Nýheima.

„Grunnstoðir Nýheima eru menntun, menning, rannsóknir og nýsköpun og hér vinna allir saman sem heild þrátt fyrir að vera á vegum ýmissra stofnanna. Ég starfa í Nýheimum og er námsráðgjafinn og forvarnarfulltrúinn í Framhaldsskólanum og svo sinni einnig öðrum verkefnum fyrir skólann, kenni meðal annars frumkvöðlafræði. Ég er í hálfu starfi við framhaldsskólann og hálfu starfi sem verkefnastjóri fyrir Fræðslunet Suðurlands sem sér um fagnámskeiðin og sí – og endurmenntun á svæðinu.“

Datt í lukkupottinn

Það kemur eflaust fáuum á óvart sem þekkja Möggu Gauju að þrátt fyrir að hafa búið í aðeins nokkra mánuði á Höfn þá er hún komin á kaf í allskyns verkefni sem alls ekki voru á teikniborðinu þegar hún lagði af stað í þetta ferðalag.

Við erum með 5 stráka og 6 stelpur sem taka þátt í rannsókninni með okkur og þau eru frábær, hafa tekið þátt í þessu í sínum frítíma.

Við erum með 5 stráka og 6 stelpur sem taka þátt í rannsókninni með okkur og þau eru frábær, hafa tekið þátt í þessu í sínum frítíma.

„Ég hef alltaf verið á kafi í málefnum ungs fólks og haft gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist högum barna og unglinga, ekki síst forvarnar- og jafnréttismálum. Í haust datt ég því eiginlega í lukkupottinn þegar ég var beðin um að taka að mér að vera þátttakandi í stóru Erasmus-verkefni sem Nýheimar taka þátt í ásamt stofnunum frá Svíþjóð, Írlandi og Rúmeníu. Verkefnið snýst um að bæta lífsgæði ungs fólks á landsbyggðinni. Það er sænskur prófessor sem stýrir verkefninu sem fjallar í raun þá þætti sem ráða því hvort ungt fólk velur að búa áfram á sínum svæðum og taka þátt í uppbyggingu þeirra og þróun.

Þetta er gríðarlega spennandi verkefni og okkar framlag, fyrir utan rannsóknarþáttinn, er að búa til jafningjafræðslu ungs fólks sem hefur það hlutverk að fræða annað ungt fólk um staðalmyndir kynjanna og áhrif þess á sjálfsmyndina og auka jafnréttisvitund. Ástæðan fyrir því að við völdum þetta þema er sú staðreynd að konur eru sterkasti áhrifavaldurinn um búsetu fjölskyldunnar og einnig voru rannsóknir á líðan og högum ungs fólks hér á Hornafirði ekki að koma nægilega vel út fyrir stelpurnar í bænum. Við erum með 5 stráka og 6 stelpur sem taka þátt í rannsókninni með okkur og þau eru frábær, hafa tekið þátt í þessu í sínum frítíma. Þau hafa eiginlega gefið sig öll í verkefnið og eru byrjuð að fræða annað ungt fólk í bænum. Þetta er hrikalega skemmtilegt verkefni og snertir öll mín áhugasvið.

Þannig já, þetta er það sem ég geri á daginn hér á Hornafirði. “

Segir Magga Gauja að lokumFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: