HS veitur: 400 milljónir til Hafnarfjarðar

. Hafnarfjarðarbær á ríflega 15% hlut í fyrirtækinu og mun því fá um 300 milljónir króna í sinn hlut verði tillaga stjórnar samþykkt.

. Hafnarfjarðarbær á ríflega 15% hlut í fyrirtækinu og mun því fá um 300 milljónir króna í sinn hlut verði tillaga stjórnar samþykkt.

Samkvæmt tillögu stjórnar HS veitna mun fyrirtækið kaupa eigin hlutabréf að verðmæti um 2 milljarða króna og greiða til hluthafa samsvarandi fjárhæð. Hafnarfjarðarbær á ríflega 15% hlut í fyrirtækinu og mun því fá um 300 milljónir króna í sinn hlut verði tillaga stjórnar samþykkt. Tillagan var til umræðu í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær.

Reykjanesbær á um helming hlutafjár í fyrirtækinu og mun greiðsla til sveitarfélagsins nema um einum milljarði króna en 700 milljónir munu renna til Heiðars Más Guðjónssonar og hóps fjárfesta sem hann fer fyrir og eiga ríflega 34% í fyrirtækinu.

Samkvæmt minnisblaði fráfarandi fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í stjórn fyrirtækisins munu eigendur fyrirtækisins einnig fá greiddan arð sem nemur 2/3 hluta hagnaðar síðasta árs en hann er áætlaður um 850 milljónir króna. Samanlagt má því gera ráð fyrir að Hafnarfjarðarbær fái greiddar nærri 400 milljónir króna frá HS veitum á þessu ári og Reykjanesbær um 1,4 milljarða króna.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: