Hjólabrettaverslun í Hafnarfjörð

Mynd: Albumm.is

Mynd: Albumm.is

Á sunnudaginn var haldið fyrsta alvöru brettamótið í nýju aðstöðunni hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar við Flatahraun. Brettafélagið fékk húsnæðið að Flatahrauni afhent sl. vor þegar Björgunarsveitin flutti með starfsemi sína þaðan og í nýtt og glæsilegt húsnæði við Hvaleyrarbraut. Innrétting aðstöðunnar hefur staðið yfir síðustu mánuði og hefur nú tekið á sig nokkuð endanlega mynd.

DSC_0109Á vefnum Albumm er að finna fjölda mynda frá viðburðinum um síðustu helgi og þeirri aðstöðu sem Brettafélagið er búið að byggja upp af miklum myndarskap. Þar kemur fram að til standi að opna þar hjólabrettaverslun sem muni selja allt sem viðkemur hjólabrettum. Verslunin hefur fengið nafnið Hella Hardwear.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: