Hætt við byggingu hjúkrunarheimilis við Hádegisskarð

Ef undirbúningi að byggingu nýs hjúkrunarheimilis hefði ekki verið hætt við meirihlutaskiptin sl. vor þá væri nýtt og glæsilegt heimili að taka til starfa við Hádegisskarð í kringum næstu áramót.

Ef undirbúningi að byggingu nýs hjúkrunarheimilis hefði ekki verið hætt við meirihlutaskiptin sl. vor þá væri nýtt og glæsilegt heimili að taka til starfa við Hádegisskarð í kringum næstu áramót.

Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks samþykkti á fundi fjölskylduráðs í síðustu viku að fela Haraldi L. Haraldssyni bæjarstjóra að hefja viðræður við Hrafnistu um þann möguleika að byggja við núverandi hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði. Viðbyggingin kæmi í stað þeirra áforma sem hafa verið uppi um byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Hádegisskarð.

Stærsta dvalar- og hjúkrunarheimili landsins
Verði þessi áform að veruleika munu þau 55 hjúkrunarrými sem í dag eru á Sólvangi flytjast á Hrafnistu, auk þess sem 5 viðbótarrými munu bætast við skv. samningi Hafnarfjarðarbæjar við ríkið.

Þar með yrði Hrafnista eina hjúkrunarheimilið í Hafnarfirði og jafnframt það stærsta á landinu með hátt í 300 hjúkrunar- og dvalarrými auk samliggjandi íbúðakjarna sem sérstaklega eru ætlaðir öldruðu fólki en þar eru 64 þjónustuíbúðir. Þá er stærstur hluti dagþjónustu fyrir aldraða í Hafnarfirði einnig staðsett á Hrafnistu.

Ómar Ásbjörn Óskarsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði

Ómar Ásbjörn Óskarsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði

Ómar Ásbjörn Óskarsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði segir að ef undirbúningi að byggingu nýs hjúkrunarheimilis hefði ekki verið hætt við meirihlutaskiptin sl. vor þá væri nýtt og glæsilegt heimili að taka til starfa við Hádegisskarð í kringum næstu áramót.

„Fyrir því höfum við hafnfirðingar barist í a.m.k. tvo áratugi, að koma aðbúnaði íbúa á hjúkrunarheimilum í Hafnarfirði í ásættanlegt horf og færa þjónustuna nær nútímanum. Það hefur legið fyrir lengi að aðstaðan á Sólvangi væri óviðunandi. Það er ástæða þess að ríkið samþykkti að semja við Hafnarfjarðarbæ um að hefja byggingu nýs heimilis. Sá samningur hefur aldrei fjallað um nýtt heimili til viðbótar við þau sem fyrir eru heldur er því ætlað að taka við núverandi hlutverki Sólvangs. Á Sólvangstorfunni átti þess í stað það byggja upp fjölþætta þjónustu sem húsnæðið þar hentar betur undir, t.d. fyrir dagþjónustu við aldraða, sjúkraþjálfun og ráðgjöf, skipulag og framkvæmd heimaþjónustu við aldraða bæjarbúa.“

Hann bendir einnig á að sú ákvörðun að stöðva byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð hafi jafnframt þýtt að undirbúningur að rekstri öldrunarmiðstöðvar á Sólvangi hafi í raun verið hætt.

Hönnun nýs hjúkrunarheimilis var að mestu lokið sl. vor og var byrjað að kynna hana og verkefnið í heild fyrir bæjarbúum. Eitt af fyrstu verkefnum nýs meirihlutahafi var hins vegar að stöðva þá vinnu og leysa upp verkefnisstjórnina sem var skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka og hagsmunasamtökum eldri borgara í bænum.

Niðurstaða sameiginlegs starfshóps ríkis og Hafnarfjarðarbæjar sem fjallaði um málið árið 2006 var sú að ákjósanlegast væri að byggja nýtt heimili þar sem aðstæður og landrými hentuðu þeirri hugmyndafræði sem hefur rutt sér til rúms í hönnun og rekstri hjúkrunarheimila hér á landi sem og víðast hvar annarstaðar. Við val á staðsetningu nýs heimilis var sérstaklega horft til þess að hægt væri að hafa það á einni hæð. Þá hefur bygging nýs hjúkrunarheimilis einnig verið álitinn mikilvægur þáttur í uppbyggingu íbúðabyggðar og þjónustu á Vallasvæðinu.

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar  var formaður verkefnastjórnar um byggingu nýs hjúkrunarheimilis

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar var formaður verkefnastjórnar um byggingu nýs hjúkrunarheimilis

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn var formaður verkefnastjórnar um byggingu nýs hjúkrunarheimilis.

Í grein sem hann ritaði árið 2013 og fjallaði um framtíðarsýn í málefnum aldraðra í Hafnarfirði benti hann á mikilvægi þess að þjónusta við þennan aldurshóp væri ekki öll sett á einn stað í bænum, heldur væri reynt að tryggja að hún væri í eðlilegu samhengi við uppbyggingu íbúabyggðrar og hugsuð sem eðlilegur hluti af henni.

Í greinni segir hann að með þeirri ákvörðun að byggja nýtt hjúkrunarheimili við Hádegisskarð og ráðast samhliða í að byggja upp miðstöð öldrunarþjónustu á Sólvangi væri lagður grunnur að þremur meginþjónustukjörnum í þjónustu við aldraða í Hafnarfirði, á Hrafnistusvæðinu, Sólvangstorfunni og við Hádegisskarð.

Ómar bendir á að sú hugmynd að byggja viðbyggingu við Hrafnistu hafi hingað til ekki verið álitinn ákjósanlegur valkostur í þessu samhengi, enda myndi það þýða að nær öll þjónusta við þennan aldurshóp myndi flytjast á einn stað.

„Það gengur beinlínis gegn þeim hugmyndafræðilegu áherslubreytingum sem hafa orðið í þessum málaflokki á undanförnum árum og stefnumörkun bæjarstjórnar í þessu málaflokki byggir á“

Segir Ómar

Hann segir að frá meirihlutaskiptum hafi verkefnið verið tekið úr lýðræðislegum farvegi, allar ákvarðanir séu nú teknar af fulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks án aðkomu þess breiða hóps sem hefur unnið að verkefninu sl. áratug.

„Það út af fyrir sig er algjör stefnubreyting í þessu máli sem hingað til hefur einkennst af þverpólitískri samvinnu og samstöðu“

segir Ómar og bendir á að það sé full ástæða til að ræða þau vinnubrögð sem hafi verið tekin upp í kringum þetta mál með tilkomu nýs meirihluta. Þau einkennist af samráðsleysi og almennu virðingarleysi gagnvart þeirri vinnu sem unnin hafi verið á undanförnum árum og fjöldi fólks hafi tekið þátt í. Í stað þess að hafa málið áfram í þeim breiða og lýðræðislega farvegi sé það gert að einkamáli örfárra kjörinna fulltrúa meirihlutaflokkanna.

„Kannski er þetta til merkis um þær breyttu áherslur sem Björt framtíð talaði um fyrir kosningar, að taka mál eins og þetta sem hefur einkennst af breiðri samstöðu og mikilli og náinni samvinnu við hagsmunaaðila, og færa það inn í lokað samtal milli tveggja stjórnmálaflokka. I mínum huga er það hins vegar bara enn eitt skrefið aftur á bak til fortíðar. Þessi nýju vinnubrögð einkennast af fullkomu virðingarleysi við það fólk sem hefur lagt vinnu í þetta verkefni á undanförnum árum, vinnu sem ég held að flestir geti verið sammála um að hafi einkennst af miklum metnaði og áhuga á að byggja upp til framtíðar í þessum málaflokki.“

Segir Ómar að lokumFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: