
Leiklistarráð hefur samþykkt að veita Gaflaraleikhúsinu styrk að upphæð 20 milljónir til tveggja ára, þ.e. 10 milljónir 2015 og 10 milljónir 2016.
Í umsókn um samstarfssamning Gaflaraleikhússins eru fjögur leiklistarverkefni tilgreind sem ætlunin er að vinna að á samningstímanum. Þessi verkefni eru:
-Einar Ben, söguleikhús með tónlist um þennan skáldjöfur og stóratjafnamann
-Biblían á 60 mínútum, gleðveik eftir handriti sr. Odds Bjarna Þorkelssonar.
-Bakaraofninn, þar sem matargerð er lýst. Farsi eftir Felix Bergsson og Gunnar Helgason.
-Þankagangur, leikverk byggt á barnabókum Völu Þórsdóttur og Agniezku Nowak um tvítyngdan veruleika pólskrar stúlku á Íslandi.
Styrkurinn er veittur á grundvelli samstarfssamnings sem Hafnarfjarðarbær gerði við Gaflaraleikhúsið á sínum tíma og hefur verið endurnýjaður. Samkvæmt honum styrkir Hafnarfjarðarbær rekstur leikhússins um 20 milljónir króna á ári.
Bærinn okkar óskar Gaflaraleikhúsinu til hamingju og fagnar kraftmiklum uppgangi leiklistargyðjunnar í Hafnarfirði.
Flokkar:Uncategorized