Í greinargerð þróunarfulltrúa leikskóla Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að ef leikskólar í Hafnarfirði eigi að uppfylla lögbundið viðmið um hlutfall fagmenntaðra leikskólastarfsmanna þá þurfi þeim að fjölga um tæp 67% frá því sem nú er, eða um 140 stöðugildi.
Samkvæmt því sem fram kemur í greinargerðinni eru um 40% starfsfólks leikskóla Hafnarfjarðarbæjar með leikskólakennararéttindi og 12% til viðbótar með aðra háskólamenntun en ákvæði laga kveða á um að 2/3 hluti starfsfólks skuli vera fagmenntað.
Þróunarfulltrúinn leggur til að ráðist verði í sérstakar aðgerðir til að fjölga fagmenntuðu starfsfólki leikskóla og nefnir mögulegar leiðir, til dæmis að ófaglærðu starfsfólki verði boðið upp á námssamninga til að stunda nám í leikskólakennarafræðum samhliða starfi sínu í leikskólum bæjarins.
Í fundargerð fræðsluráðs kemur fram að ráðið hafi óskað eftir frekari útfærslu tillagnanna og kostnaðargreiningu þeirra.
Flokkar:Uncategorized