Óverjandi herkostnaður

samlogo3Í umræðum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag um tillögu meirihlutans að samningi Hafnarfjarðarbæjar við innheimtufyrirtækið Motus kom meðal annars fram að ákvörðun um að segja upp samstarfi við fyrirtækið hafi verið tekin sl. vor þegar fyrir lágu upplýsingar um reynslu af tilraunaverkefni sem ákveðið var að hefja árið 2013.

Fulltrúar minnihlutans segja nýjan meirihluta því hafa haft yfir hálft ár til að endurskoða forsendur samstarfsins, hætta því og færa verkefnið aftur til bæjarins eða bjóða það út. Sá tími hafi hins vegar verið illa nýttur og hvorki hefur verið hlustað á gagnrýni og málefnalegar ábendingar starfsfólks né fulltrúa minnihlutans.

Í umræðunum kom fram að fyrir utan álagða dráttarvexti hafi bæjarbúar greitt ríflega 38 milljónir króna til Motus á síðasta ári vegna frum- og millinnheimtu en ekki liggi enn fyrir upplýsingar um tekjur fyrirtækisins vegna lögfræðiinnheimtu á grundvelli samningsins við Hafnarfjarðarbæ.

Gunnars Axels Axelsson oddviti Samfylkingar benti á að samanburður á álögðum innheimtukostnaði á árunum 2008 og 2014 sýni að hann hafi hækkað um ríflega 96% og það eitt og sér ætti að vera nóg til að hringja viðvörunarbjöllum hjá kjörnum fulltrúum. Þá hafi komið fram í athugasemdum starfsmanna bæjarins að þessi aukni kostnaður legðist helst á þau heimili sem síst hefðu burði til að bera aukin útgjöld, þ.e. tekjulægstu heimilin í Hafnarfirði.

Í bókun minnihlutans segir að fulltrúar Samfylkingar og VG telji ekki hafa verið sýnt fram á að sá herkostnaður hafi skilað sér í samsvarandi bættri innheimtu og ábata fyrir bæjarfélagið í heild og íbúa þess.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: