Skautasvell sett á ís

Fyrri meirihluti hafði það á stefnuskrá sinni að koma upp skautasvelli í miðbænum og var ætlunin að það yrði opið almenningi yfir vetrartímann.

Fyrri meirihluti hafði það á stefnuskrá sinni að koma upp skautasvelli í miðbænum og var ætlunin að það yrði opið almenningi yfir vetrartímann.

Við meirihlutaskipti í bæjarstjórn voru mörg verkefni sett til hliðar, ýmist tímabundið eða varanlega.
Á þeim lista eru bæði stór og lítil verkefni, til dæmis bygging nýs hjúkrunarheimilis og grunnskóla við Hádegisskarð og bygging leikskóla við Bjarkarvelli. Af smærri verkefnum má nefna skautasvell á Thorsplani.

Byggt á erlendri fyrirmynd
Fyrri meirihluti hafði það á stefnuskrá sinni að koma upp skautasvelli í miðbænum og var ætlunin að það yrði opið almenningi yfir vetrartímann. Skautasvellið var hugsað til að bæta lífsgæði fjölskyldna í bænum og auka tækifæri þeirra til samveru og útivistar. Unnið var að tæknilegri útfærslu og mati á kostnaði við kaup á nauðsynlegum búnaði en heildarkostnaður var áætlaður um 20 milljónir króna. Á árinu 2014 var gert ráð fyrir verkefninu í samþykktri fjárhags- og framkvæmdaáætlun en meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks ákvað hins vegar að setja hugmyndina til hliðar.

Varanleg aðstaða til þess að skauta utandyra er ekki til staðar á Íslandi en slíkt er alþekkt erlendis, þar sem skautasvell eru oftast sett upp yfir vetrarmánuðina, t.d. í miðborgum og almenningsgörðum. Með nútímatækni er þó hægt með tiltölulega lítilli fyrirhöfn að koma upp skautasvelli allan ársins hring. Er þá notast við sérstakar frystimottur og færanlegan kælibúnað sem sérhannaður er til slíkra nota.

Dæmi um færanlegt skautasvell sem sett var upp í miðbæ á Costa Brava svæðinu á Spáni.

Dæmi um færanlegt skautasvell sem sett var upp í miðbæ á Costa Brava svæðinu á Spáni.

Ekki á fjárhagsáætlun 2015
Miðað við hversu margir geta nýtt sér slíka aðstöðu og þau jákvæðu viðbrögð sem hugmyndin fékk á meðal bæjarbúa þegar hún var kynnt var vonast til að verkefnið gæti haft mikil og jákvæð áhrif á miðbæinn og aukið þar líf og verslun. Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 hefur fjárfesting í skautavelli vikið fyrir öðrum fjárfestingum sem nýr meirihluti hyggst setja í forgang.

Jón Grétar Þórsson á sæti í menningar- og ferðamálanefnd

Jón Grétar Þórsson fulltrúi Samfylkingarinnar í menningar- og ferðamálanefnd

Myndi gera bæinn skemmtilegri
Jón Grétar Þórsson fulltrúi Samfylkingarinnar í menningar- og ferðamálanefnd segir það dapurlegt að þessu spennandi verkefni hafi verið stungið ofan í skúffu, enda hugmyndin góð, hún sé auðframkvæmanleg og myndi án efa gera bæinn okkar enn betri og skemmtilegri.

Jón Grétar segir ástæðu til að setja þetta litla verkefni í samhengi við uppbyggingu almennt á sviði íþrótta- og tómstundamála.

„Þarna er um að ræða tiltölulega litla fjárfestingu sem getur nýst ótrúlega mörgum, börnum jafnt sem fullorðnum og jafnvel skilað sér til baka fjárhagslega á tiltölulega skömmum tíma í formi aukinnar verslunar og umsvifa í miðbænum okkar. Við munum því að sjálfsögðu halda málinu lifandi og reyna að koma því aftur á dagskrá bæjarstjórnar á nýju ári með það í huga að hægt verði að ná samstöðu um að hrinda því í framkvæmd.“ – segir Jón Grétar    Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: