Gagnrýnir einkavæðingu grunnskóla

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn gagnrýnir meirihlutann harðlega fyrir vinnubrögð í kringum stofnun nýs einkarekins grunnskóla í grein sem birt er á Eyjunni í dag.

Þar segir hann m.a. að sett hafi verið upp leikrit í kringum þessa ákvörðun og bæjaryfirvöld séu sett í þá stöðu að byggja stórar og stefnumarkandi ákvarðanir á innsendum erindum frá aðilum sem vilja spreyta sig í einkarekstri á kostnað bæjarsjóðs.

„Leiðin sem virðist eiga að fara er að bæta einkarekstrinum ofan á það sem fyrir er, með samsvarandi kostnaðarauka og óhagræði fyrir skattgreiðendur í Hafnarfirði. Það er íslenska leiðin. „

Segir Gunnar Axel og spyr hvort ekki ekki eigi að ræða áhrif þessa á rekstrarforsendur þeirra skóla sem fyrir eru og hvort foreldrar, nemendur og starfsfólk skólanna á þessu svæði ekki rétt á að taka þátt í þeirri umræðu ?

Hann segir að málið einkennast af kjarkleysi þeirra sem fara fyrir nýjum meirihluta, þeir treysti sér augljóslega ekki til þess að ræða það opið og frjálst hvort bæjarbúar séu því almennt fylgjandi að fela einkaaðilum að reka grunnskóla. Því sé laumast inn með ákvörðunina bakdyramegin, án fullnægjandi umræðu og án eiginlegrar stefnumörkunar. Slík vinnubrögð hafi einmitt einkennt einkavæðingu opinberrar þjónustu á Íslandi hingað til.

Greinina í heild má nálgast hér.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: