Sláandi tölur um innheimtukostnað

sam_logoÁgreiningur er milli fulltrúa meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn um réttmæti áframhaldandi samstarfs bæjarins og innheimtufyrirtækisins Motus. Að mati fulltrúa minnihlutans gefur reynsla bæjarins af tilraunaverkefni ekki tilefni til áframhaldandi samstarfs. Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks samþykktu hins vegar gerð áframhaldandi samnings við fyrirtækið.

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að samkvæmt gögnum sem tekin voru saman af starfsmönnum bæjarins og kynnt hafi verið fyrir öllum fulltrúum í ráðinu, komi meðal annars fram að kostnaður við innheimtuna hafi reynst mjög hár og hann lendi ekki síst á tekjulágum fjölskyldum. Í umræddri samantekt kemur einnig fram að verkefnið hafi samt skilað þeim árangi að reikningar séu greiddir fyrr og álag á starfsfólk bæjarins hafi minnkað.

Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um kostnað leigjenda félagslegrar íbúðar sem lendir í vanskilum með leigugreiðslur.

Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um kostnað leigjenda félagslegrar íbúðar sem lendir í vanskilum með leigugreiðslur.


Í bókun minnihlutans segir að í gögnum málsins séu sett fram sláandi dæmi um hvernig kostnaður getur hlaðist ofan á höfuðstól gjaldfallinna skulda sem lenda í svokallaðri lögfræðiinnheimtu hjá fyrirtækinu. Bent er á að með því sé unnið gegn hagsmunum heimila sem standa frammi fyrir félagslega erfiðum aðstæðum. Þá kemur fram að varhugavert sé að meta árangur af verkefninu án tillits til áhrifa sem almenn efnahagsþróun, t.a.m. minna atvinnuleysi, hefur á innheimtu gjalda hjá hinu opinbera.

Í gögnum sérfræðinga sveitarfélagsins er lagt til að í stað þess að fela einum aðila umsjón allra innheimtumála fyrir Hafnarfjarðarbæ þá skuli frekar nýttar aðrar þjónustuleiðir og einstaka verkþættir boðnir út, m.a. það sem snýr að lögfræðiinnheimtu.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: