Bo syngur inn jólin í Bæjarbíói

Björgvin Halldórsson er einn af ástsælustu listamönnum landsins og Hafnfirðingur alla leið. Stórglæsilegir stórtónleikar hans “Jólagestir Björgvins”, þar sem hann hefur tekið á móti þúsundum gesta um árabil hafa verið  glæsilegt innkall jólanna hjá stórum hluta þjóðarinnar hin síðari ár.

Björgvin Halldórsson er einn af ástsælustu listamönnum landsins og Hafnfirðingur alla leið. Stórglæsilegir stórtónleikar hans “Jólagestir Björgvins”, þar sem hann hefur tekið á móti þúsundum gesta um árabil hafa verið glæsilegt innkall jólanna hjá stórum hluta þjóðarinnar hin síðari ár.

Samkvæmt því sem fram kemur á Facebook síðu Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar verður það enginn annar en sjálfur Björgvin Halldórsson sem mun syngja inn jólin í Bæjarbíói þetta árið. Tónleikarnir verða haldnir á Þorláksmessukvöld og er yfirskrift þeirra „Litlu jólin“.

Með Björgvini og hljómsveit munu söngkonur Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún einnig stíga á svið. Saman ætla þau á þessum Þorláksmessutónleikum að flytja útval af jólalögum í bland við lög sem allir þekkja. Það er því von á notalegri kvöldstund í hjarta Hafnarfjarðar á Þorláksmessukvöldi rétt áður en hátíðin gengur í garð.

Fyrir þá sem ætla að skella sér í Bæjarbíó á Þorláksmessukvöld er líklega best að tryggja sér miða sem fyrst.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: