
Björgvin Halldórsson er einn af ástsælustu listamönnum landsins og Hafnfirðingur alla leið. Stórglæsilegir stórtónleikar hans “Jólagestir Björgvins”, þar sem hann hefur tekið á móti þúsundum gesta um árabil hafa verið glæsilegt innkall jólanna hjá stórum hluta þjóðarinnar hin síðari ár.
Með Björgvini og hljómsveit munu söngkonur Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún einnig stíga á svið. Saman ætla þau á þessum Þorláksmessutónleikum að flytja útval af jólalögum í bland við lög sem allir þekkja. Það er því von á notalegri kvöldstund í hjarta Hafnarfjarðar á Þorláksmessukvöldi rétt áður en hátíðin gengur í garð.
Fyrir þá sem ætla að skella sér í Bæjarbíó á Þorláksmessukvöld er líklega best að tryggja sér miða sem fyrst.
Flokkar:Uncategorized