Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafna olíuvinnslu

Í nýrri stjórn félagsins er Óskar Steinn Ómarsson formaður, Eva Lín Vilhjálmsdóttir varaformaður, Ingvar Þór Björnsson ritari, Adda Guðrún Gylfadóttir gjaldkeri, og Sigurður Ingi Guðmundsson og Jón Grétar Þórsson stjórnarmenn.

Í nýrri stjórn félagsins er Óskar Steinn Ómarsson formaður, Eva Lín Vilhjálmsdóttir varaformaður, Ingvar Þór Björnsson ritari, Adda Guðrún Gylfadóttir gjaldkeri, og Sigurður Ingi Guðmundsson og Jón Grétar Þórsson stjórnarmenn.

Aðalfundur Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði var haldinn í kvöld. Í stjórnmálaályktun sem samþykkt var einróma, leggst félagið gegn vinnslu jarðefnaeldsneytis við Íslands stendur og gagnrýnir Samfylkinguna fyrir að hafa gert mistök í málinu. Þá er aðför ríkisstjórnarinnar að menntakerfinu mótmælt og kallað eftir betri almenningssamgöngum.

Í nýrri stjórn félagsins er Óskar Steinn Ómarsson formaður, Eva Lín Vilhjálmsdóttir varaformaður, Ingvar Þór Björnsson ritari, Adda Guðrún Gylfadóttir gjaldkeri, og Sigurður Ingi Guðmundsson og Jón Grétar Þórsson stjórnarmenn

Ályktun aðalfundar félagsins í heild:

Olíuleit á Drekasvæðinu
Bersinn hafnar öllum hugmyndum um leit og vinnslu jarðefnaeldsneyta við Íslandsstrendur. Slík vinnsla myndi stórskaða ímynd Íslands og auka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein stærsta ógn sem steðjar að mannkyninu í dag og vinnsla jarðefnaeldsneytis er ekki í samræmi við stefnu Íslands í loftslagsmálum. Ljóst er að Samfylkingin gerði stór mistök þegar ríkisstjórn hennar veitti leyfi til leitar og vinnslu jarðefnaeldsneyta á Drekasvæðinu. Bersinn krefst þess að flokkurinn viðurkenni þessi mistök sín á næsta landsfundi hans og taki skýra afstöðu gegn olíu- og gasvinnslu á Íslandi.

Aðför að menntakerfinu
Bersinn mótmælir harðlega aðför ríkisstjórnarinnar að menntakerfinu. Öflugt ríkisrekið menntakerfi er einn af hornsteinum velferðarsamfélagsins. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru stórskaðlegar íslenska menntakerfinu. 25 ára reglan svokallaða útilokar nemendur eldri en 25 ára frá framhaldsskólunum. Stytting framhaldsskólans felur í sér skerðingu á frelsi framhaldsskólanna til að bjóða upp á fjölbreytt nám fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Loks er í breytingum á framhaldsskólalögum að finna ákvæði sem opnar fyrir gjaldtöku á rafrænum námsgögnum. Þessar aðgerðir eru ekki í anda hins norræna velferðarmódels og ætti að draga þær til baka.

Uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu
Brýn nauðsyn er á uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bersinn hvetur ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu til þess að vinna saman að uppbyggingu léttlesta- eða hraðvagnakerfis. Þá krefst Bersinn þess að ríkið standi við samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um styrk til reksturs almenningssamgangna.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: