Fá ekki að mæta í leikskólann vegna vanskila

imageFulltrúar minnihlutaflokkanna í fræðsluráði lögðu fram sameiginlega fyrirspurn á fundi ráðsins í morgun þar sem spurt er hvort einhver dæmi séu um að börnum sé úthýst úr leikskólum bæjarins vegna vangoldinna leikskólagjalda. Er jafnframt spurt um hvort einhverjum börnum hafi verið vísað frá í heilsdagsskólum af sömu ástæðu.

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar í ráðinu segist hafa fengið fregnir af því að slíkt væri að gerast og vill fá upplýsingar um málið.

"Það er bara eitthvað verulega skakkt við það almennt að réttur barna til að ganga í leikskóla sé skilyrtur með þessum hætti. Það held ég að hljóti að vera eitthvað sem allir geti verið sammála um að sé tímaskekkja."

„Það er bara eitthvað verulega skakkt við það almennt að réttur barna til að ganga í leikskóla sé skilyrtur með þessum hætti. Það held ég að hljóti að vera eitthvað sem allir geti verið sammála um að sé tímaskekkja.“

„Það gengur ekki að börnum sé beitt með þessum hætti í innheimtuaðgerðum bæjaryfirvalda. Það er bara eitthvað verulega skakkt við það almennt að réttur barna til að ganga í leikskóla sé skilyrtur með þessum hætti. Það held ég að hljóti að vera eitthvað sem allir geti verið sammála um að sé tímaskekkja. Leikskólinn gegnir afar þýðingarmiklu hlutverki í lífi íslenska barna og að okkar mati er löngu tímabært að skilgreina sjálfstæðan rétt barna til að ganga í leikskóla. Ef við erum ekki komin lengra en svo að við séum enn að senda börn heim vegna vangreiddra þjónustugjalda þá erum við að framfylgja reglum og fyrirkomulagi sem urðu til fyrir mörgum áratugum og eiga alls ekki við það samfélag sem við búum í árið 2014. Þá hefur kerfið einfaldlega ekki fylgt þróun samfélagsins.“

Segir Adda María sem ætlar að fylgja málinu fast eftir og kalla eftir skýrum svörum og upplýsingum um hvaða verkferlum er fylgt við innheimtu leikskólagjalda hjá Hafnarfjarðarbæ.

Hún ætlar jafnframt að fá upplýsingar um hvaða þýðingu nýlega endurnýjaður samningur bæjarins við innheimtufyrirtækið Motus hefur í þessu sambandi en ágreiningur var í bæjarráði um hvort rétt væri að halda samstarfi við fyrirtækið áfram. Fulltrúar minnihlutans lögðust gegn samningnum og vísuðu til þess að fyrir ráðið hafi verið lögð gögn sem sýndu gífurlegan kostnað fyrir bæjarbúa, sérstaklega tekjulægstu heimilin. Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks samþykktu hins vegar að fela bæjarstjóra að semja við fyrirtækið um að sinna innheimtu fyrir bæjarfélagið.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: