Vísbendingar um minni þátttöku barna af erlendum uppruna

Guðbjörg Norðfjörð á sæti í Íþrótta- og tómstundanefnd

Guðbjörg Norðfjörð á sæti í Íþrótta- og tómstundanefnd

Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks felldu tillögu fulltrúa Samfylkingar í íþrótta- og tómstundanefnd um framkvæmd könnunar á m.a. þátttöku barna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Guðbjörg Norðfjörð fulltrúi í nefndinni undrast framgöngu meirihlutans í málinu. Formaður íþrótta- og tómstundanefndar er úr Bjartri framtíð.

Guðbjörg Norðfjörð fulltrúi Samfylkingarinnar í íþrótta- og tómstundanefnd segist ekki geta skilið afstöðu meirihlutans öðruvísi en svo að hún fjalli fyrst og fremst um hvaðan tillagan er komin en ekki efnislegt innihald hennar.

Guðbjörg segir það aðkallandi verkefni að kanna áhrif gjaldtöku á þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og viðhorf foreldra og barna til þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða í Hafnarfirði. „Við vitum að of há þátttökugjöld geta komið í veg fyrir þátttöku barna og það er á ábyrgð nefndarinnar að fylgjast með því hvar við erum stödd í þeim efnum. Við höfum vísbendingar um að það séu hópar barna sem ekki taki þátt vegna fjárhagslegra ástæðna og það liggja sömuleiðis fyrir sterkar vísbendingar um minni þátttöku barna af erlendum uppruna. Í Nýlegri skýrslu sem unnin var af starfsmönnum bæjarins um þjónustu við íbúa af erlendum uppruna er sérstaklega vikið að þessu og mikilvægti þess að þessi tiltekni þáttur sé kannaður betur og reynt sé að finna leiðir til að auka þátttöku þessa hóps. Það sem við ættum að vera að gera núna er að safna gögnum og undirbyggja ákvarðanir okkar. Í stað þess að viðurkenna bara að þetta er brýnt og gott verkefni sem enginn pólitískur ágreiningur þarf að vera um þá hrökkva menn í einhvern gamaldags minnihluta- og meirihlutagír og eru fúlir á móti vegna þess að tillagan kom ekki frá þeim sjálfum.„ – segir Guðbjörg

Samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð nefndarinnar telja fulltrúar meirihlutaflokkanna hins vegar að gerðar séu árlegar kannanir af þessum toga og þær eigi að duga nefndinni til að byggja ákvarðanir sínar á. Í bókun þeirra segir m.a. að árlega séu gerðar kannanir á stöðu barna af erlendum uppruna og á þeim könnunin sé hægt að byggja.

Þetta segir Guðbjörg einfaldlega rangt.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið þá eru engar slíkar kannanir gerðar og ég skil hreinlega ekki hvað fulltrúum meirihlutans gengur til með því að halda þessu fram. Það segir kannski allt sem segja þarf um hverskonar pólitík er í gangi þarna að menn hika ekki við að halda einhverju svona fram í formlegri bókun, algjörlega út í bláinn. „ segir Guðbjörg sem ætlar að kalla eftir umræddum könnunum og niðurstöðum þeirra á næsta fundi íþrótta- og tómstundanefndarFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: