Sýndarlækkun leikskólagjalda og ómarkviss forgangsröðun

Í tillögum meirihlutans var m.a. gert ráð fyrir niðurskurði á þróunarsjóði leik- og grunnskóla á næsta ári um 20 milljónir króna og um 33,5 milljón króna í rekstrarviðhaldi og kaupum á búnaði í leik- og grunnskólum.

Í tillögum meirihlutans var m.a. gert ráð fyrir niðurskurði á þróunarsjóði leik- og grunnskóla á næsta ári um 20 milljónir króna og um 33,5 milljónir króna í rekstrarviðhaldi og kaupum á búnaði í leik- og grunnskólum.

Síðari umræða um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir næsta ár fór fram í dag. Á fundinum voru bornar fram tillögur meirihluta og minnihluta og stóð umræðan yfir langt fram á kvöld.

Í tillögum meirihlutans var m.a. gert ráð fyrir niðurskurði á þróunarsjóði leik- og grunnskóla á næsta ári um 20 milljónir króna og um 33,5 milljónir króna í rekstrarviðhaldi og kaupum á búnaði í leik- og grunnskólum.

Tekist á um forgangsröðun
Í bókun fulltrúa Samfylkingar og VG kemur fram að meintar verðlagshækkanir á leikskólagjöldum sem fulltrúar meirihlutans gerðu tillögu um að yrðu dregnar til baka, hafi í raun aldrei verið hluti af tillögugerð við fyrri umræðu. Sú fullyrðing að dregnar hafi verið til baka fyrirhugaðar hækkanir standist því alls ekki skoðun. Þá var töluverð umræða um hvort réttara væri við núverandi kringumstæður að verja tæplega 20 milljónum króna til frystingar á almennum dvalargjöldum leikskóla eða stíga markvissari skref í þá átt að jafna útgjaldabyrði barnafjölskyldna með tilliti til barnafjölda og tekna. Tillaga meirihlutans um að halda gjaldskrám óbreyttum varð ofan á en tillögur minnihlutans um aukinn systkinaafslátt og hækkun tekjuviðmiða voru ekki samþykktar.

Ólíkar áherslur minnihluta og meirihluta
Ágreiningur var í bæjarstjórninni um hvernig ráðstafa ætti því svigrúmi sem skapast í rekstri leikskólanna á næsta ári vegna fámennari árganga leikskólabarna. Minnihlutinn lagði til að svigrúmið yrði nýtt til eflingar leikskólastigsins, t.d. til lækkunar á inntökualdri og lagðist gegn áformum um niðurskurð og lokun leikskóladeilda. Meirihlutinn gerði aftur á móti tillögu um að svigrúminu yrði að stærstum hluta varið til að skjóta styrkari stoðum undir rekstur Barnaskóla Hjallastefnunnar og til kaupa á spjaldtölvum fyrir nemendur í Áslandsskóla.

Tillaga um að lækka laun bæjarstjóra felld
Minnihlutinn lagði sömuleiðis til að launahækkun bæjarstjóra sem nýlega var samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihlutans og er langt umfram það sem hægt er að réttlæta með tilliti til almennrar launaþróunar yrði dregin til baka og laun bæjarstjóra yrðu þau sömu og þau voru á síðasta kjörtímabili að viðbættum hækkunum í samræmi við kjarasamninga opinberra starfsamanna. Sú tillaga var líka felld.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: