Ekkert samráð við skólaráðin

Tekist var á um málefni Áslandsskóla og Hraunvallaskóla í bæjarstjórn í dag

Tekist var á um málefni Áslandsskóla og Hraunvallaskóla í bæjarstjórn í dag

Samkvæmt því sem fram kom í máli bæjarstjóra í umræðum í bæjarstjórn í dag hefur ekkert samráð verið haft við skólaráð Áslandsskóla og Hraunvallaskóla um þær tillögur sem hann hefur lagt fram í málefnum skólanna og gert er ráð fyrir að bæjarstjórn taki afstöðu til í dag. Þá kom fram að í tillögunum væri gert yrði ráð fyrir að lausar kennslustofur yrðu til frambúðar við báða skóla.

Gerðu bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð og gagnrýndu það að ráðast ætti í meiriháttar breytingar í starfsemi skólanna án samráðs við starfsfólk, nemendur og foreldra í viðkomandi skólum og sögðu það úr takti við þróun síðustu ára. Bentu þeir á að skólayfirvöldum bæri samkvæmt grunnskólalögum að leita umsagnar skólaráða áður en teknar væru ákvarðanir af því tagi sem boðaðar eru í málefnum skólanna tveggja.

Áslandsskóli: spjaldtölvur í stað stækkunar
Í tilfelli Áslandsskóla hafa foreldrar, starfsfólk og nemendur barist í mörg ár fyrir stækkun skólans, fjölgun kennslustofa og byggingu íþróttaaðstöðu á lóðinni. Erfiðlega hefur gengið að ná þar fram viðunandi lausn, m.a. vegna þeirra sérstöku samninga sem gerðir voru á sínum tíma um byggingu og rekstur skólans. Skólahúsnæðið og lóðin alfarið í eigu einkaaðila og allar ákvarðanir um breytingar, t.d. viðbyggingu, eru því háðar samningum við þá sömu aðila. Í tillögu sem liggur fyrir bæjarstjórn í dag er ekki gert ráð fyrir að Áslandsskóli verði stækkaður frá því sem nú er. Hins vegar stendur til að afhenda öllum nemendum í 5-10. bekk spjaldtölvur til afnota.

Hraunvallaskóli sagður rúma fleiri nemendur
Í erindi skólaráðs Hraunvallaskóla til Hafnarfjarðarbæjar dags. 14. október sl. kallaði ráðið eftir framtíðarlausnum í húsnæðismálum skólans og lagði áherslu á að haft yrði samráð við skólastjórnendur, skólaráð og foreldra í því ferli. Á fundi fræðsluráðs á mánudaginn sl. samþykkti meirihluti ráðsins tillögur bæjarstjóra um að húsnæði skólans verði breytt þannig að það rúmi fleiri nemendur. Engin kynning hafði farið fram á tillögunum eða umsagna um þær leitað áður en þær voru kynntar fræðsluráði á mánudaginn og þær samþykktar þar af fulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: