Vilja nýsköpun í St.Jósefsspítala

Húsnæði St. Jósefsspítala hefur staðið autt síðan í ársbyrjun 2012.

Húsnæði St. Jósefsspítala hefur staðið autt síðan í ársbyrjun 2012.

Frumkvöðlasetrið Kveikjan í Hafnarfirði er samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Verkefnið hófst árið 2009 en árið 2012 flutti starfsemin í húsnæði á vegum bæjarins að Strandgötu 31. Nú hefur það húsnæði verið selt og er ætlun nýrra eigenda að gera á því umtalsverðar breytingar og endurbætur. Samkvæmt nýsamþykktu skipulagi verður húsnæðinu breytt í íbúðir í bland við verslun og þjónustu. Sé ætlunin að halda samstarfi sveitarfélaganna og Nýsköpunarmiðstöðvar um rekstur frumkvöðlasetursins áfram þarf því að finna því annað og varanlegra húsnæði.

Málið var til umfjöllunar á fundi bæjaráðs í dag og lögðu fulltrúar Samfylkingar og VG til að kannað verði hvort ríkið sé tilbúið til viðræðna um að nýta húsnæðið sem áður hýsti starfsemi St. Jósefsspítala undir rekstur frumkvöðlaseturins. Spítalanum var lokað í janúar 2012 og hefur húsnæðið staðið autt síðan þá.

Að jafnaði hafa um 10 sprotafyrirtæki haft aðstöðu í Kveikjunni á hverjum tíma. Viðskiptahugmyndirnar að baki fyrirtækjunum hafa verið fjölbreyttar og tengst ólíkum atvinnugreinum, svo sem hugbúnaðarþróun, þrívíddarteiknun og vöruþróun í matvælaðiðnaði. Bæjaryfirvöld hafa verið dugleg að hvetja frumkvöðla til að nýta aðstöðu Kveikjunnar til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Markmiðið er að ýa undir og efla nýsköpun í atvinnulífinu með því að bjóða uppá kjöraðstæður til viðskiptaþróunar, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf.

Ekki liggur fyrir hvort farið verði að tillögu minnihlutans í bæjarráði og látið á það reyna hvort ríkið sé tilbúið að gefa gamla spítalanum endurnýjað hlutverk sem fæðingarheimili nýrra fyrirtækja, nýsköpunar og frumkvöðla.

Samkvæmt fundargerð bæjarráðs var bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: