Leggjast gegn sölu Straums

Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði lögðust gegn samningi um sölu Straums á fundi ráðsins í morgun og bókuðu að þeir teldu að reyna ætti að finna húsnæðinu og aðstöðunni sem þar hefur verið byggð upp viðeigandi hlutverk í þágu lista og menningar.   Mynd: hafnarfjordur.is

Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði lögðust gegn samningi um sölu Straums á fundi ráðsins í morgun og bókuðu að þeir teldu að reyna ætti að finna húsnæðinu og aðstöðunni sem þar hefur verið byggð upp viðeigandi hlutverk í þágu lista og menningar.
Mynd: hafnarfjordur.is

Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði lögðust gegn samningi um sölu Straums á fundi ráðsins í morgun og bókuðu að þeir teldu að finna ætti húsnæðinu og aðstöðunni sem þar hefur verið byggð upp viðeigandi hlutverk í þágu lista og menningar.

Lögðu fulltrúar Samfylkingar og VG til að kauptilboði í eignina verði hafnað og stjórn Hafnarfborgar falið að kanna hvernig best verði staðið að framhaldinu, m.a. hvort áhugi sé til staðar hjá Sambandi íslenskra myndlistarmanna til að sjá þar um rekstur vinnu- og sýningaraðstöðu fyrir myndlistafólk.

Erfiðlega virðist hafa gengið á síðustu árum að ná samstöðu um ráðstöfun þessara eigna. Þær hafa verið auglýstar með ýmsum formerkjum, meðal annars með það í huga að þær geti nýst undir menningarstarfsemi af einhverju tagi. Þá ákvað bæjarráð síðasta vor að kanna möguleika þess að selja eignirnar beinni sölu. Aðeins eitt tilboð barst innan tilskilins tilboðsfrest og er það augljóslega mat minnihlutans að ekki sé fýsilegt fyrir bæinn að ganga til samninga á grundvelli þess.

Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi segir að um sé að ræða land sem geti verið mjög mikilvægt skipulagslega og verðmætt fyrir bæinn til framtíðar litið, enda megi gera ráð fyrir því að þungaiðnaður muni á endanum víkja fyrir íbúabyggð á þessu svæði. Það sé eitthvað sem verði að horfa til í þessu máli þó svo að það sé framtíðarsýn sem spanni einhverja áratugi og jafnvel meir.

Gunnar Axel Axelsson segist treysta stjórnendum Hafnarborgar til þess að  fylgja málinu eftir.

Gunnar Axel Axelsson segist treysta stjórnendum Hafnarborgar til þess að fylgja málinu eftir.

„Ég ætla ekki að segja til um hvernig best verður staðið að rekstri Straums. Ég treysti stjórn Hafnarborgar og þess fagfólks sem þar starfar á sviði myndlistar til þess til að fylgja málinu eftir og leiðbeina okkur í bæjarráði um hvernig best sé að standa að þessu til frambúðar. Þarna eru mikil tækifæri og ég held að það sé a.m.k. einnar tilraunar virði að kanna vilja myndlistarfólks til þess að þarna geti verið blómleg menningarstarfsemi til framtíðar. Það er það sem við erum að leggja til og vonum að hægt verði að ná samstöðu um í bæjarstjórn.“

segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í HafnarfirðiFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: