
Íshús Hafnarfjarðar opnar formlega næsta laugardag og er bæjarbúum boðið að líta við og kynna sér starfsemina.
Fyrirtækið dregur nafn sitt af gamla Íshúsinu við höfnina í Hafnarfirði en þar hefur hópur listamanna, keramik hönnuða, fræði- og iðnaðarmanna unnið hörðum höndum við að standsetja húsnæðið og koma starfseminni á laggirnar.
Í ÍSHÚSI HAFNARFJARÐAR eru nú fimmtán mis stór vinnurými og samstarfshópurinn telur alls nítján einstaklinga og fyrirtæki.
Hugmyndin að baki rekstrinum er að hvetja til samvinnu milli ólíkra skapandi greina og ekki síst að styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun jafnt innan sem utan veggja hússins.
Frekari upplýsingar um Íshúsið er að finna á Facebooksíðu þess: http://www.facebook.com/ishushafnarfjardar.is.
Flokkar:Uncategorized