Draugagangur í miðbænum

Beware of house prices that go bump in the night.Samkvæmt mjög áræðanlegum heimildum fréttastofu Bæjarins okkar hefur draugagangs orðið vart í miðbæ Hafnarfjarðar að undanförnu.

Samkvæmt mjög áræðanlegum heimildum fréttastofu Bæjarins okkar hefur draugagangs orðið vart í miðbæ Hafnarfjarðar að undanförnu og yfirvofandi sé mikil draugahátíð í bænum í næstu viku, nánar tiltekið dagana 29. október til 1. nóvember.

Heimildir fréttastofunnar herma að nornir, draugar, skrímsli og aðrar forynjur muni lausum hala í Hafnarfirði þessa hræðilega dimmu daga. Einnig verði tívolí og sirkús, draugasögur og hryllingsmyndir, tónleikar- og listviðburðir. Allt mjög hræðilegt en samt ógnvænlega skemmtilegt.

Heyrst hefur að Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar, Miðbæjarsamtökin og fleiri aðilar séu viðriðnir málið en enginn þeirra vildi gefa fréttastofunni viðtals vegna málsins.

Bærinn okkar mun fylgjast náið með framvindu þessa máls og flytja fréttir um leið og þær gerast.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: