Til að fagna þessum tímamótum hélt Helgi af stað í haust þar sem 30 tónleikar víðsvegar um landið voru á dagskránni undir heitinu Kvöldstund með Helga Björns. Tónleikaferðin mun lenda í Bæjarbíó, Hafnarfirði næsta sunnudag 19. október. Eins og á ferð sinni um landið mun Helgi rifja upp ferilinn í tali og tónum, segja frá tilurð laganna, rifja upp einhverjar rokksögur og taka fram gamlar poppflíkur og nokkur góð dansspor. Í október kemur út safn með 60 lögum frá ferlinum á 3 geisladiskum með 3 nýjum lögum.
Það má búast við mikilli skemmtun og einstaktri stemmningu í Bæjarbíói á sunnudaginn.
Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is
Upplýsingar um tónleikana er einnig að finna á Facebook síðu Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar sem rekur Bæjarbíó og stendur þar að tónleikahaldi og öðrum viðburðum.
Flokkar:Uncategorized