Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu fulltrúa Samfylkingar og VG um að hefja undirbúning að Gaflarakaffi um málefni fatlaðs fólks, sambærilegu því sem haldið var árið 2012.
Tillagan var sett fram í framhaldi af beiðni ráðgjafaráðs um málefni fatlaðs fólks sem óskaði eftir því að slíkur samráðsvettvangur yrði endurtekinn. Í samþykkt fjölskylduráðs í morgun kemur fram að undirbúningur Gaflarakaffisins verði í samráði við ráðgjafaráðið.
Ómar Ásbjörn Óskarsson fulltrúi í fjölskylduráði segir sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til með ráðgjafaráðið og frumkvæði þess í málinu undirstriki mikilvægi þess að notendur þjónustunnar séu við borðið og bæjaryfirvöldum til ráðgjafar um hvernig þjónustunni er háttað.
Síðasta Gaflaraþing um málefni fatlaðs fólks var haldið í Lækjarskóla þann 15. maí 2012 og voru þátttakendur um 100 talsins.
Flokkar:Uncategorized