Eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu?

Viðfangsefni svæðisskipulags

Viðfangsefni svæðisskipulags

Hvernig viljum við haga þróun samgöngumála næstu ár og áratugi, ætlum við að efla almenningssamgöngur, þróa nýja valkosti á því sviði og hvar viljum við byggja upp atvinnusvæði? Hvar og hvernig ætlum við að þétta byggð, skapa umhverfisvænt samfélag og tryggja að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að hreinu og góðu vatni?

Þó svo að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sé alls 7 talsins þá eru sameiginleg málefni þeirra alltaf að verða fleiri og mikilvægari. Uppbygging í einu sveitarfélagi hefur áhrif á það næsta og það kallar á samstarf og samráð um gerð áætlana, m.a. hvað snertir uppbyggingu nýrra íbúa- og atvinnusvæða. Þess vegna er í raun óhjákvæmilegt annað en að líta á höfuðborgarsvæðið sem eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkað, með sameiginlegu grunnkerfi, útivistarsvæðum, auðlindum, útmörk, landslag og náttúru.

Í kvöld mun Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins kynna tillögu að nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekist á við spurningar og áskoranir sem sveitarfélögin standa frammi fyrir, sbr:
• Hvernig stuðlum við að því að höfuðborgarsvæðið verði aðlaðandi og eftirsóknarvert til búsetu?
• Hvað hefur gott borgarsvæði til að bera?
• Á höfuðborgarsvæðið að vaxa inn á við eða út á við?
• Hverjir eru kostir þess og gallar að ný íbúðarsvæði verði á jaðri svæðisins eða innan núverandi byggðarmarka?

Fundurinn er haldinn í húsnæði Samfylkingarinnar að Strandgötu 43 og er að sjálfsögðu öllum opinn. Fundurinn hefst kl. 20:00.

Fundarstjóri verður Ófeigur Friðriksson bæjarfulltrúiFlokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: