Emil í Kattholti var leikinn af Haraldi F. Gíslasyni Pollapönkara og formanni Félags leikskólakennara en Davíð Þór Jónsson guðfræðingur, Radíusbróðir og fyrrv. Gettu-betur-dómari lék Fúsa.
Fjöldi annarra leikrita er að finna á síðunni, meðal annars eitt af fyrstu leikritum Unglingadeildar leikfélagsins, Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt sem sett var á svið vorið 1990. Leikritið var samið í samstarfi unglinganna og Davíðs Þórs Jónssonar sem jafnframt var leikstjóri. Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt sló eftirminnilega í gegn og var það ekki síst fyrir frammistöðu Stefán Karls Stefánssonar sem fór gjörsamlega á kostum í sýningunni og brá sér í mörg ólík hlutverk.
Flokkar:Uncategorized