Mestur viðsnúningur í Hafnarfirði og Reykjavík

Veltufé frá rekstri hefur aukist jafnt og þétt frá hruni og var 13% sem hlutfall af tekjum á síðasta ári.

Veltufé frá rekstri hefur aukist jafnt og þétt frá hruni og var 13% sem hlutfall af tekjum á síðasta ári.


Ársreikningar sveitarfélaga hafa nú verið birtir og sýna greiningar, m.a. Sambands íslenskra sveitarfélaga, almennt batnandi hag sveitarfélaganna.

Á árinu 2013 var mestur viðsnúningur í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og Reykjavíkurborgar. Af 74 sveitarfélögum sem eru á Íslandi lækkuðu skuldir á síðasta ári mest hjá Reykjavíkurborg, um 47% á milli ára og skuldir Hafnarfjarðarbæjar næst mest, eða um 32%. Þá batnaði afkoma Hafnarfjarðarbæjar um rúma fjóra milljarða frá árinu 2012.

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Árangurinn ljós
Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar og fyrrv. formaður bæjarráðs segir nokkrar meginskýringar á þeim mikla viðsnúningi sem varð á síðasta ári, meðal annars auknar tekjur og hagstæða gengisþróun. Það sem mestu máli skipti sé þó árangur þeirra hagræðingaraðgerða sem ráðist var í eftir hrun og þess þétta aðhalds sem einkennt hefur reksturinn sl. ár

„Árangur þeirra aðgerða sem ráðist var í eftir efnahagshrunið er nú að mestu komin fram en frá hruni hefur verið farið í mjög víðtæka endurskipulagningu í rekstri og allt aðhald aukið til muna. Sérstök áhersla var lögð á að auka þátttöku starfsmanna í áætlanagerðinni og skapa samstöðu starfsmanna og stjórnenda um að fylgja áætlunum eftir. Það hefur skilað þeim árangri að stofnanir bæjarins eru nær undantekningalaust innan fjárheimilda. Þennan mikla árangur er því ekki síst að þakka góðum og samhentum starfsmannahópi sem hefur lagt mikið á sig og tekið fullan þátt í þessu verkefni með okkur.“ segir Gunnar Axel

Endurfjármögnun í höfn og stórbætt lánshæfi
Gunnar Axel segir að þau stóru skref sem stigin voru í endurfjármögnun langtímaskulda og þau hagstæðu lánakjör sem tókst að tryggja bænum í maí á þessu ári megi ekki síst rekja til þessarar vinnu og þess að tekist hafi að vinna traust lánveitenda gagnvart bænum og tryggja þannig hagsmuni bæjarins og bæjarbúa til lengri tíma. „Sú vinna gekk mjög vel og skilaði þeim árangri sem birtist í ársreikningi bæjarins, nýju og stórbættu lánshæfi og bjartari framtíðarhorfum“ segir Gunnar AxelFlokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: