Margrét Gauja í tímabundið leyfi frá bæjarmálunum

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi

Bæjarráð samþykkti á fundi ráðsins í morgun beiðni Margrétar Gauju Magnúsdóttur bæjarfulltrúa og fyrrverandi forseta bæjarstjórnar um tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi. Leyfið tekur gildi þann 20. ágúst nk. og gildir til 20. júlí á næsta ári.

Margrét Gauja segir ákvörðun sína tilkomna vegna starfs sem hún ætlar að sinna í vetur og krefst þess að hún flytji búferlum. Hún segir aðstæður sínar hafi breyst mikið á undanförnum mánuðum, ekki síst í atvinnulegu tilliti.

“Síðasta haust ákvað ég að einbeita mér alfarið að pólitíkinni og lét því af störfum sem kennari í Garðaskóla, þar sem ég hafði starfað í mörg ár. Ég hafði þá umfangsmiklu hlutverki að gegna á vettvangi bæjarstjórnarinnar þar sem ég var m.a. forseti bæjarstjórnar og stjórnarformaður Sorpu bs.” Segir Margrét Gauja sem segist alls ekki hætt í pólitík né heldur hafi hún sagt skilið við Hafnarfjörð.

“Nei alls ekki, og þetta er svo sem ekkert einsdæmi að bæjarfulltrúi fái tímabundið leyfi vegna atvinnu sinnar. Það er gert ráð fyrir slíku í sveitarstjórnarlögunum og það er á grundvelli þeirra sem ég setti fram þessa ósk.” Segir Margrét Gauja og bætir við að starf venjulegs bæjarfulltrúa sé aðeins skilgreint sem aukastarf. “Því leitaði ég mér að nýju aðalstarfi í vor og það fór svo að mér bauðst tímabundið en mjög spennandi starf úti á landi. Þar mun ég sinna verkefnum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og við Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu.” segir Margrét Gauja sem einnig er varaþingmaður fyrir Samfylkinguna og ætlar hún að sinna því hlutverk áfram eins og hún hefur gert frá síðustu alþingiskosningum. „Ég er heldur ekkert að hætta að fylgjast með bæjarmálunum þó ég fái tímabundið leyfi frá sjálfri bæjarstjórninni. Ég er hluti af mjög öflugum og samstilltum hópi bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og ég verð áfram hluti af þeim hópi“.

Í stað Margrétar Gauju kemur Ófeigur Friðrikisson fyrsti varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar inn sem bæjarfulltrúi á meðan leyfi hennar stendur. Eva Lín Vilhjálmsdóttir bætist þá sömuleiðis í hópinn sem nýr varabæjarfulltrúi og er hún að öllum líkindum yngsti einstaklingurinn sem sinnir því hlutverki í Hafnarfirði, aðeins 19 ára gömul.

„Eins og fram hefur komið m.a. í Fjarðarpóstinum réð eiginmaður minn Davíð Arnar Stefánsson landfræðingur sig til starfa hjá Nýheimum sem er stofnun sem er staðsett fyrir austan. Við fjölskyldan ætlum því að vera þar saman næsta vetur“ segir Margrét Gauja sem augljóslega er spennt fyrir verkefninu sem blasir við henni. „Síðasta kjörtímabil var á margan hátt mjög krefjandi en okkur tókst að snúa við mjög þröngri stöðu og skapa grundvöll fyrir nýja sókn til framtíðar í Hafnarfirði. Nú er ég að fara að takast á við ný verkefni sem án efa munu verða mjög lærdómsrík og gefandi og ég hlakka til þess að takast á við þau og þetta ævintýri með fjölskyldunni minni“ segir Margrét Gauja að lokumFlokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: