„Fyrsti fundurinn var mjög fínn. Mér líst svaka vel á ráðið og þetta er flottur hópur. Við byrjuðum á því að fá kynningu á því sem heyrir undir ráðið og þetta leggst bara vel í mig. Ég bakaði að sjálfsögðu fyrir fyrsta fundinn og og hjólaði með kökurnar í fjölnota poka upp á Norðurhellu“, sagði Eyrún um reynsluna af fyrsta fundinum í umhverfis- og framkvæmdaráði.
Eyrún segist hlakka til að takast á við þau verkefni sem eru framundan. „Ég hlakka til að halda áfram að þróa verkefnið Plastpokalaus bær. En áskorunin verður að leita skapandi leiða til þess að fá bæjarbúa og fyrirtæki í lið með okkur. Önnur verkefni sem mér finnst mikilvæg er að halda áfram að tengja saman hjóla leiðir, bæta aðstöðu til útivistar í upplandinu, fegra bæinn og hlúa að mannlífinu í samvinnu við bæjarbúa„ segir Eyrún og bætir við að það sé líka gaman að sjá hversu vel verkefnið Torg í biðstöðu er að koma út en það var sett af stað að frumkvæði Miðbæjarsamtakanna og samþykkt í umhverfis- og framkvæmdaráði sl. vor.
„Það er svo margt að gerast í þeim málaflokkum sem heyra undir ráðið og mörg spennandi verkefni. Og nú er bara að sökkva sér í fundagerðir og skýrslur og vera dugleg að spyrja“. Sagði Eyrún að lokum
Flokkar:Uncategorized