Plastpokalaus Hafnarfjörður

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi hefur barist fyrir plastpokalausum bæ

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi hefur farið fyrir svokallaðri Umbúðabyltingu á Facebook

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi hefur farið fyrir svokallaðri Umbúðabyltingu á Facebook. Þar hefur hún rekið áróður fyrir minni notkun óþarfa umbúða utan um matvæli og aðrar neysluvörur. Alls hafa nærri 10 þúsund manns skráð sig til þátttöku á síðunni.

Í apríl sl. samþykkti umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar tillögu hennar um að Hafnarfjarðarbær verði leiðandi sveitarfélag á Íslandi í að sporna við notkun innkaupapoka úr plasti. Margrét Gauja segir gaman að sjá hversu jákvæð viðbrögð sú tillaga hafi fengið í samfélaginu, jafnt hjá íbúum og atvinnurekendum. „Það virðast allir tilbúnir til að taka þetta skref með okkur og það finnst mér frábært“, segir Magga Gauja.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti einnig að bærinn myndi taka beinan þátt í verkefninu með því að afhenda fjölnota innkaupapoka til allra heimila í bænum. Dreifing pokanna mun fara fram í haust en hvert heimili mun sömuleiðis fá rúllu af svokölluðum maíspokum, en þeir brotna mun hraðar niður í náttúrunni en venjulegir plastpokar. Margrét Gauja segir mjög marga vera byrjaða að nota slíka poka í dag og það sé í raun hin hliðin á því að hætta plastinnkaupapokunum, að leysa þurfi þörfina fyrir ruslapoka með öðrum og skynsamlegri hætti. „Maíspokarnir eru góðir, þeir gera sitt gagn en safnast ekki upp í nátttúrunni eins og hinir hefðbundnu innkaupapokar gera“. Segir Margrét Gauja sem segist vonast til að Hafnarfjörður geti orðið fyrsta plastpokalausa sveitarfélagið á Íslandi.

Hafnarfjarðarbær auglýsir nú eftir samstarfaðilum til að taka þátt í átakinu

Hafnarfjarðarbær auglýsir nú eftir samstarfaðilum til að taka þátt í átakinuFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: