Stálúlfurinn sem gerðist gaflari

Algirdas Slapikas flutti til Íslands árið 1998 ásamt eiginkonu sinni og  handboltakempunni Jolanta Slapikiene. Algirdas stofnaði fótboltafélagið Stálúlfinn og byggði nafnið á litháenskri sögu um járnúlf sem höfðinginn Gediminas sá í draumi sínum.

Algirdas Slapikas flutti til Íslands árið 1998 ásamt eiginkonu sinni og
handboltakempunni Jolanta Slapikiene. Algirdas stofnaði fótboltafélagið Stálúlfinn og byggði nafnið á litháenskri sögu um járnúlf sem höfðinginn Gediminas sá í draumi sínum.

Slapikas flutti til Íslands árið 1998 ásamt eiginkonu sinni og handboltakempunni Jolanta Slapikiene. Algirdas stofnaði fótboltafélagið Stálúlfinn og byggði nafnið á litháenskri sögu um járnúlf sem höfðinginn Gediminas sá í draumi sínum.

En hvernig enduðu Algirdas og Jolanta í Hafnarfirði?
„Í rauninni var þetta tilviljun,“ segir Algirdas en kona hans, Jolanta, fékk tilboð um að koma til Íslands að spila handbolta með meistaraflokki kvenna í Handbolta hjá FH. „Þá fluttum við á Álfaskeiðið og eigum reyndar frábærar minningar þaðan,“ segir Algirdas. Hann segir að þeim hafi líkað vel við á Íslandi. „Jolanta framlengdi því samninginn og endaði á því að spila með FH í átta ár,“ útskýrir Algirdas.
Hann segir að það hafi svo verið árið 2003 sem þau keyptu sér íbúð á Völlunum, þar sem þeim líkar vel. „Þetta er frábært svæði. Þarna er stutt í náttúruna og alla þjónustu,“ segir hann. „Og þegar við vorum búin að koma okkur fyrir kom aldrei neitt annað til greina en að búa í Hafnarfirði,“ segir Algirdas. „Það má því eiginlega segja að við séum gaflarar af erlendum uppruna, enda aldrei búið annarstaðar á Íslandi,“ segir Algirdas og brosir.

Algirdas ásamt fjölskyldu sinni í Hafnarfirði

Algirdas ásamt fjölskyldu sinni í Hafnarfirði

Lærði íslensku með góðri hjálp
Hvernig er að aðlagast hafnfirsku samfélagi?
„Fyrsta árið mitt var erfitt. Ég kunni enga íslensku og gat rétt svo bjargað mér á ensku. En við vorum með heppin með að vera umkringd fólki úr handboltanum í FH. Liðið hjálpaði okkur mikið í fyrstu,“ segir Algirdas sem er þakklátur fyrir stuðninginn. Hægt og rólega fór Algirdas að ná tökum á tungumálinu. „Svo fór ég í Flensborg og lærði íslensku.“ Smátt og smátt byrjaði ég að tala tungumálið,“ segir Algirdas og bætir við að aftur hafi hann fengið góða hjálp, nú frá vinnufélögum. Það er ljóst að Algirdas hefur lagt mikinn metnað í að læra tungumálið, enda talar hann frábæra íslensku.
„Tungumálakunnáttan hjálpaði mér að stíga næstu skref í þessu nýja samfélagi. Ég var með litháeskan þátt í útvarpi nýbúa hér í Hafnarfirði, auk þess sem ég skipulagði Litháískan bás á fjölmenningardögum árið 2007 og 2008 til þess að sporna við neikvæðri ímynd Litháa á Íslandi,“ segir Algirdas.

Stofnuðu íþróttafélag
Það var svo árið 2010 sem hann stofnaði íþróttafélag sem ber hið gríðarlega sterka nafn; Stálúlfurinn.
„Árið 2009 var haldið götuboltamót Litháa í Körfubolta á Ásvöllum,“ segir Algirdas og bætir við að ásóknin hafi farið fram úr björtustu vonum. „Þrettán lið tóku þátt og þá þegar sáum við að það var kominn tími til þess að stofna körfuboltalið til þess að taka þátt í Íslandsmóti 2. deildar karla haustið á eftir,“ útskýrir hann. „En til þess að verða löglegir á Íslandsmótinu þurftum við að stofna heilt íþróttafélag,“ segir Algirdas. Hann, ásamt félögum sínum, stofnuðu því félagið árið 2010.

Gediminas og Stálfúlfurinn
En þetta nafn er svakalegt, hvaðan kemur það eiginlega?
„Það eru margir sem spyrja um nafn félagsins,“ svarar Algirdas og hlær að undrun
blaðamannsins. „Nafnið má að mestu rekja til sögu um Vilníu, höfuðborg Litháens. Í
þessari sögu er sagt frá hertoganum Gediminas sem dreymdi úlf í járnklæðum,“ segir Algirdas, en sá mikli höfðingi var uppi á þrettándu öld. „Við vorum ekki lengi að ákveða okkur, en við vildum samt hafa eitthvað enn betra, enda er stál sterkara en járn. Þannig kom nafnið, Stálúlfur,“ segir Algirdas, sem sjálfur ber sama nafn og einn af sonum Gediminas. Hugmynd og tilgangur félagsins er meðal annars að búa til vettvang fyrir íþróttaáhugamenn af erlendum uppruna, hvetja til heilbrigðra lífshátta, efla sjálfsmynd og aðstoða innflytjendur að aðlagast íslensku samfélagi. „Þetta gerum við með því að stuðla að virkum og skemmtilegum samskiptum milli Íslendinga og innflytjenda í gegnum íþróttir,“ segir Algirdas. Hann segir þátttöku í íþróttastarfi rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna, efla samkennd
og ekki síst vináttu.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: