Beðið eftir frumkvæði Bjartrar framtíðar um þjóðstjórn

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Síðustu daga hafa oddvitar flokkanna fjögurra, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar rætt um þá tillögu Bjartrar framtíðar að mynda meirihluta með þátttöku allra flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, einskonar þjóðstjórnarfyrirkomulag. Oddvitar Vinstri grænna og Samfylkingar hafa bæði lýst því yfir að þau séu tilbúin til slíkra viðræðna en engar útfærðar tillögur hafa þó verið settar fram ennþá.

Aukið íbúalýðræði hluti af lausninni
Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingar hefur þó bent á að með auknu íbúalýðræði, m.a. beinum rafrænum kosningum um stærri mál, væri mögulega hægt að skapa nýtt landslag í stjórnmálunum og fá flokkana til aukinnar samvinnu.

“Það gæti orðið hluti af því að skapa þverpólitíska samvinnu á fleiri sviðum en einnig er mikilvægt að tryggja aðkomu þeirra framboða sem náðu ekki inn manni í bæjarstjórn að umræðunni svo þeirra tillögur og hugmyndir fái heyrst við borðið” segir Gunnar Axel

Boltinn hjá Bjartri framtíð
Gunnar Axel segir Bjarta Framtíð hafa leitt þessar viðræður og átt fundi með fulltrúum allra flokkanna . “Þau eru við stýrið í þessari umræðu og stjórna því hvaða skref eru tekin næst, við í Samfylkingunni eru tilbúin að láta á það reyna hvort þessi hugmynd geti gengið upp. Skiljanlega þurfa þau að taka sinn tíma að fara yfir stöðuna, en ég á ekki von á öðru en að breiðvirk þjóðstjórn líkt og Björt framtíð hefur boðað gæti gengið upp ef samstaða næst um slíkt frá upphafi. Við erum a.m.k. tilbúin til slíkra viðræðna ef aðrir eru það.“ segir Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í HafnarfirðiFlokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: