Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði: Mikil spenna í loftinu

Gunnar Axel Axelsson kaus í Lækjarskóla í morgun.

Gunnar Axel Axelsson kaus í Lækjarskóla í morgun.

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, kaus í Lækjarskóla rúmlega níu í morgun ásamt eiginkonu sinni.

„Kosningarnar leggjast vel í mig,“ sagði Gunnar Axel Axelsson á kjörstað. „Það er samt mikil spenna í loftinu,“ bætti Gunnar Axel við. Mjótt er á mununum á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, en aðeins þrjú prósent skilja þessa tvo flokka að.

Landslagið í hafnfirskum stjórnmálum er nokkuð breytt eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, en Björt framtíð og Píratar bjóða nú fyrst fram í bænum. Samfylkingin er í meirihluta í bæjarstjórn ásamt Vg. Bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa misst töluvert af kjörfylgi sínu samkvæmt könnunum síðustu vikur og mánuði og því á brattan að sækja.

„Annars er ég bjartsýnn,“ sagði Gunnar Axel sem lítur jákvæðum augum á fjölgun framboða í Hafnarfirði. „Þá er bara að mæta á kjörstaði,“ sagði Gunnar Axel sem hvetur bæjarbúa til þess að nýta atkvæðarétt sinn.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: