Kominn yfir þúsund undirskriftir

Ófeigur tók sjálfsmynd ásamt íbúa á Völlunum sem skrifaði undir hjá honum.

Ófeigur tók sjálfsmynd ásamt íbúa á Völlunum sem skrifaði undir hjá honum.

„Við komumst yfir þúsund í gær,“ segir Ófeigur Friðriksson sem er í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hann hefur undanfarna daga gengið á milli húsa á Völlunum og safnað undirskriftum til þess að hvetja Landsnet að færa rafmagnslínur úr hverfinu.

Ófeigur útskýrir að undirskriftasöfnunin fari fram á tveimur stöðum, „við erum líka með netsöfnun auk þess sem ég hef verið að ganga í hús. Þannig ég er ekki með nákvæma tölu. En ég sá að við erum að minnsta kosti komin yfir þúsund,“ segir Ófeigur, sem ætlar að taka tölurnar saman eftir helgi.

Að sögn Ófeigs hefur það gengið vel að safna undirskriftum. „Svo er bara magnað að sjá hvað íbúar á Völlunum standa þétt saman,“ segir hann.

Sjálfur er Ófeigur íbúi á Völlunum og hefur búið þar í áratug. Eins og fram hefur komið í blöðum Samfylkingarinnar síðustu vikur, hefur Ófeigur barist ötullega fyrir hverfið í framboði sínu. „Enda alveg ljóst að það er hagur Hafnarfjarðar að Vellirnir blómstri,“ segir hann að lokum.

Hér er hægt að nálgast undirskriftir á netinu vilji íbúar eða aðrir skrá sig.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: