Frisbí-golf á Víðistaðartúni

Hér má finna mynd af vellinum eins og hann á að líta út.

Hér má finna mynd af vellinum eins og hann á að líta út.

„Hugmyndin kom til okkar í gegnum betrihafnarfjordur.is,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, formaður fjölskylduráð og umhverfis- og framkvæmdaráðs, en til stendur að búa til frisbí-golfvöll með sex holum á Víðistaðatúni.

„Og ef þetta gengur vel, og hann verður vel nýttur, þá má búast við því að holum verði fjölgað í níu holur,“ segir Margrét Gauja sem bætir við að verkefnið sé einstaklega spennandi. Hún vann að því að koma hugmyndinni á legg ásamt forsvarsmönnnum Frisbí-golfsambandsins.

Framkvæmdir hefjast á Víðistaðartúni strax eftir helgi að sögn Margrétar Gauju, sem hefur fylgt málinu frá því það var stungið upp á hugmyndinni á vefnum Betri Hafnarfjörður.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: