Það var fjölmenni sem mættu á Vallarhátíð Samfylkingarinnar í dag, en þar voru pylsur grillaðar auk þess sem börn léku sér í hoppukastala og prófuðu að fara á hestbak. Það var Eyrún Ósk Jónsdóttir, hestakona, sem sá um að teyma börnin nærri Vallalaugina á meðan Ófeigur Friðriksson, íbúi á Völlunum og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sinnti grillinu.
Þá var brettaaðstaða vígð í gömlu slökkviliðsstöðinni. Það var Magrét Gauja Magnúsdóttir sem barðist fyrir því að opna hjólabrettagarðinn ásamt góðum hópi fólks. Hún vígði meðal annars aðstöðuna með því að fara á hjólabretti og renna sér í gegnum borðann, eins og sést á myndinni.
Eins var kaffiboð í húsnæði Samfylkingarinnar á Strandgötunni í dag. Þar voru vöfflur og rjúkandi heitt kaffi í boði. Þar verður opið alla daga fram að kosningum og alltaf heitt á könnunni.
Flokkar:Uncategorized