Á Strandgötunni fylgdust spekingar skelfingu lostnir með stríðsástandinu sem skapaðist í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um sveitarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði. Frambjóðendur allra flokka börðust um orðið eins og soltnir hundar og sönnuðu enn og einu sinni að þjóðfélagsumræðan hér á landi er meingölluð, og þar voru ný framboð ekki undanskilin.
Sigurvegari umræðunnar var í þetta skiptið heldur óhefðbundinn. Það var nefnilega yfirvegunin sjálf.
Af frambjóðendunum bar Gunnar Axel Axelsson af, enda prúður stjórnmálamaður sem fellur ekki auðveldlega í blóðugar gryfju skotgrafahernaðs og sýndi stillingu á meðan aðrir frambjóðendur skutu hverjum flugeldinum á loft á eftir öðrum.
Strandgötumenn voru því engu nærri um nálganir annarra frambjóðenda, vegna gjamms og frammíkalla, en þeir greindu skýran tón í tali Gunnars Axels.
Flokkar:Strandgatan