Enn bætir Samfylkingin við sig – Sjálfstæðisflokkur í frjálsu falli

Samfylkingin bætir við sig í síðustu könnun og heldur áfram að eflast.

Samfylkingin bætir við sig í síðustu könnun og heldur áfram að eflast.

Samfylkingin í Hafnarfirði bætir við sig rúmu prósenti frá síðustu skoðanakönnun og er núna með 25,3 prósent samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og birtist í blaðinu í dag. Samfylkingin hefur því bætt tæplega fimm prósentustigum við sig síðan flokkurinn mældist með rúmlega 20 prósent í könnun Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands í mars síðastliðnum. Framboðið er nú með þrjá menn inni.

Athygli vekur hinsvegar að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera í frjálsu falli, en flokkurinn mældist með tæplega 38 prósent í vetur. Í könnun Fréttablaðsins núna mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 28 prósent. Verði það niðurstaðan verða það söguleg tíðindi í stjórnmálalegu tilliti, en flokkurinn hefur aldrei fengið svo litla kosningu. Erfitt virðist vera að finna skýringar á þessu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í minnihluta í 12 ár í Hafnarfirði.

Björt Framtíð missir einnig fylgi, sé tekið mið af síðustu könnun Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Þá voru þau með 20,5 prósent. Í Fréttablaðinu mælast þau með 16,6 prósent.

Píratar eru hástökkvarar vikunnar, en þeir fara úr 8,1 prósent upp í 12,8 prósent. VG halda sínum manni og mælast með 9,9 prósent.

Og svo virðist sem Eyðimerkurgöngu Framsóknarflokksins í Hafnarfirði sé ekki lokið, en framboðið mælist með 6,6 prósent, og engan mann inni. Flokkurinn hefur ekki haft fulltrúa hér í bæ síðan árið 2002.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: