„Laun kennara þurfa að hækka“

image

„Laun kennara þurfa að hækka, það held ég að allir hljóti að vera sammála um,“ segir Gunnar Axel Axelsson formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kennarar eru nú að semja við samninganefnd Sambands íslenskra sveitafélaga.

„Starfkjör kennara þurfa að vera sambærileg starfskjörum annarra háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera. Það hlýtur að vera ein af forsendum þess gera starf kennarans eftirsóknarvert, að það sé metið að verðleikum,“ segir Gunnar Axel. Hann bætir við að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti áskorun til Sambands Íslenskra sveitarfélaga á síðasta fundi sínum, þar sem bæjarstjórnin hvatti samningsaðila til að ljúka við samninga og koma í veg fyrir að röskun verði á skólastarfi.

Gunnar segist jákvæður á að samningar náist fljótlega, enda sé almennur skilningur á meðal sveitarstjórnarmanna á mikilvægi þess að koma þessum málum í eðlilegt horf.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: