Suðurnesjalína 2 á dagskrá: Sættum okkur ekki við málamiðlanir 

Gunnar Axel segir niðurrif Hamraneslínu grundvallarforsendu fyrir íbúabyggð á Völlunum.

Gunnar Axel segir niðurrif Hamraneslínu grundvallarforsendu fyrir íbúabyggð á Völlunum.

„Niðurrif þessara mannvirkja var og er ein af lykilforsendunum fyrir uppbyggingu á þessu svæði og við munum því ekki sætta okkur við neitt annað en það sem samið hefur verið um,“ segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um þá áætlun Landsnets að ráðast í byggingu á Suðurnesjalínu 2.

Niðurrif Hamraneslínu og bygging nýs spennuvirkis fjarri íbúabyggðinni á Völlum hefur alltaf verið háð framkvæmdum við svokallaða Suðurnesjalínu 2, sem ætlað er að styrkja raforkuflutningskerfið til og frá Suðurnesjum.

„Það verkefni var í forgangi hjá Landsneti á sínum tíma en fór í uppnám í hruninu og töluverð óvissa hefur ríkt um hvenær það myndi aftur komast á dagskrá,“ útskýrir Gunnar Axel en bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa þrýst mjög á Landsnet um að fá skýr svör í þessum efnum. Nú liggur fyrir staðfest framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára sem gerir ráð fyrir að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjist strax á þessu ári en það kom fram í nýrri skýrslu Landsnets sem kom út í vikunni.

„Þetta er gríðarlega mikilvægt mál fyrir íbúa á þessu svæði og svæðið í heild til framtíðar litið. Við höfum talað mjög skýrt í þessu máli og sagt að bærinn muni aldrei sætta sig við neinar málamiðlanir,“ segir Gunnar Axel sem bætir við að þessar fréttir dragi vissulega mjög úr þeirri óvissu sem hefur verið um hvenær Landsnet færi í þetta verkefni. „En við munum eftir sem áður fylgja því fast eftir að farið verði eftir því samkomulagi sem var gert upphaflega og hagsmunir bæjarins og íbúa svæðisins verði tryggðir. Við munum ekki gefa neitt eftir í þeim efnum,“ áréttar Gunnar Axel.

Í frétt mbl.is um málið sagði að í skýrsl­unni komi fram að marga jarðhita­kosti á Suður­nesj­um verði ekki unnt að nýta án þeirr­ar flutn­ings­getu sem 220 kV lína fær­ir ásamt því að N-1 af­hend­ingarör­yggi er ekki full­nægt.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: