„Ég er fyrst og fremst í Hafnarfjarðarliðinu“

Magga Gauja vill vinna með öllum.

Magga Gauja vill vinna með öllum.

„Mín framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð er að bærinn haldi sínum einkennum sem marglaga menningarbær,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinna en hún situr í öðru sæti á lista flokksins. Margrét hefur setið í bæjarstjórn í átta ár og má því segja að hún sé reynsluboltinn á lista Samfylkingarinnar. Hún segist ekki vera flokkspólitísk í eðli sínu: „„Ég er fyrst og fremst í Hafnarfjarðarliðinu.”

Margrét Gauja kemur sjálf frá menningarheimili eins og kunnugt er, en faðir hennar er tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson. Eins starfar eldri bróðir hennar við tónlist og sá yngsti vann meðal annars Músíktilraunir árið 1998.

Margslungin bær

„„Sérstaða Hafnarfjarðar er sú að þessi ógeðslega skemmtilegi bær er svo margslunginn í menningu sinni að það er eiginlega magnað,“ segir Margrét Gauja og bætir við að íbúar bæjarins séu ekki aðeins umburðarlynt og gott fólk, „„það eru ótrúlega mörg tækifæri til þess að gera þennan magnaða bæ enn betri,“ segir hún.

Margrét Gauja hefur unnið ötullega að því að gera Hafnarfjörð umhverfisvænan. Nú síðast með því að vekja athygli á miklum umbúðum í samfélaginu. Innan bæjarstjórnar hefur hún svo beitt sér fyrir því að bæta hjólasamgöngur.

Eflir hjólreiðar

„„Bærinn var náttúrulega skipulagður sem bílabær. Og það er allt í lagi. En það þarf meira. Þannig höfum við tengt hjólaleiðir á milli sveitarfélaga enda hjólafólk sístækkandi hópur,“ segir Margrét Gauja sem vill styðja enn frekar við hjólamenningu í bænum. „„Svo höfum við náttúrulega stórelft almenningssamgöngur,“ segir Margrét Gauja, og vísar meðal annars til þess að sumar leiðir hjá Strætó ganga á fimmtán mínútna fresti, sem er á pari við það sem gerist í stærri borgum Evrópu.

Í liði með Hafnarfirði

En stendur eitthvað upp úr hjá Margréti Gauju eftir kjörtímabilið? „„Ég er ekki stolt af einu verkefni eða einhverjum minnisvarða. Í raun er ég stoltust af því að hafa unnið með öllum. Við erum öll í sama liðinu; Hafnarfjarðarliðinu,“ segir Margrét Gauja og bætir við: „„Ég hef alltaf verið lausnamiðaður stjórnmálamaður. Þessi hugmynd um að stórir flokkar berjist á banaspjótum er bara orðin úrelt hugmynd. Við þurfum öll að vinna saman að því að gera samfélagið okkar betra.“

Stjórnmálaflokkur er hús

Samfylkingin er núna búin að vera í meirihluta í tólf ár í Hafnarfirði. Aðspurð hvort það sé ekki langur tími fyrir stjórnmálaflokk svarar Margrét: „„Samfylkingin er bara eins og hús. Og það eru þeir sem búa í húsinu á hverjum tíma sem skapa stemmninguna og menninguna í húsinu. Þeir sem eru núna í framboði eru í raun allt glænýtt fólk með mismunandi áherslur og bakgrunn í lífinu. Þessi hópur er rétt að byrja.“

Margrét Gauja segir endurnýjun innan stjórnmálaflokka nauðsynlega. „„Fleiri þurfa að komast að með ferska sýn á bæjarmálin. Fyrir mig er þetta búið að vera ótrúlega lærdómsríkur skóli. Nú er ég örugg í mínu, og ég ætla að nota þetta kjörtímabil, fái ég umboð til þess, til þess að klára þau verkefni sem þarf að klára.“Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: