Drafnarslippurinn: Það er Hafnarfjörður

Teikning Sveins Bjarka af Drafnarslippnum.

Teikning Sveins Bjarka af Drafnarslippnum.

„Eftir fimm ára arkitektarnám í Noregi langaði mig til að vinna með bæinn minn. Það var gaman að setjast niður og hugsa og reyna koma því í orð af hverju Hafnarfjörður er svona frábær. Og ekki síst, af hverju íbúar hans finna fyrir svo sterkum tengslum til heimabæjar síns,“ segir Sveinn Bjarki Þórarinnsson arkitekt en mastersritgerðin hans fjallar um gamla Drafnarslippinn nærri Flensborgarhöfninni. Hugmyndin er auðvitað eingöngu mastersverkefni og er einfaldlega varpað fram sem hugmynd um þá fjölmörgu möguleika sem eru í boði á svæðinu. En andi hugmyndarinnar rímar vel við þær áherslur sem Samfylkingin vill undirstrika varðandi svæðið. Það er nefnilega kominn tími til þess að byggja upp við Flensborgarhöfnin. Þar er Sveinn skrefi á undan öllum öðrum, þó hann hafi verið búsettur í Noregi síðustu ár.

Sterk bæjarvitund

Sveinn Bjarki Þórarinsson, arkitekt, segir Drafnarslippinn eitt af mikilvægari einkennum bæjarins.

Sveinn Bjarki Þórarinsson, arkitekt, segir Drafnarslippinn eitt af mikilvægari einkennum bæjarins.

Sveinn Bjarki Þórarinsson, arkitekt, segir Drafnarslippinn eitt af mikilvægari einkennum bæjarins.
Það eru sennilega mörg samhangandi atriði sem gera það að verkum að Hafnfirðingar tengja svona sterkt við bæjarfélagið sitt,“ segir Sveinn Bjarki hugsi. „„Náttúran og hraunið eru augljós atriði. En það sem skiptir mig meira máli er bárujárnsmiðbærinn, ryðgaðir togarar og smábátar sem týnast inn og út úr höfninni með einhvern þann ferskasta fisk sem fáanlegur er,“ bætir Sveinn Bjarki við, sem sjálfur ólst upp í Vesturbæ Hafnarfjarðar.

Sveinn Bjarki segir að það hafi þó orðið nokkuð dramatískar breytingar á ásýnd bæjarins á síðustu áratugum. „„Fyllingar, umferðargötur, bílastæði og verslunarmiðstöð gera það að verkum að Strandgatan er komin langt upp á land. Ferski fiskurinn er að mestu bara fáanlegur upp í iðnaðarhverfinu og því er bærinn smá saman að fjarlægast uppruna sinn og lífæð,“ segir Sveinn Bjarki og bætir við að þarna vandist svo málin. Hann hafi velt fyrir sér hvað Hafnarfjörður væri í raun og veru. Hvort hann væri Víkingabærinn, Álfabærinn eða grínbærinn Hafnarfjörður. Allt þetta virtist þó svo úr tengslum við bæjarvitund Hafnfirðinga, leikurinn virtist frekar gerður fyrir ferðamenn og það virðist hafa gleymst að efla tengsl bæjarbúa við þennan fallega bæ.

Hérna er Hafnarfjörður

„„Þannig að einhvers staðar langaði mig að geta sett niður fingurinn og sagt, hérna er Hafnarfjörður! Það eru eflaust margar mismunandi skoðanir á því hvar sá staður er,“ segir Sveinn Bjarki. Í hans huga er svarið þó einfalt: „„Fyrir mér er það gamli Drafnarslippurinn.“

Og Sveinn Bjarki hefur rómantíska sýn varðandi slippinn, eins og hann er oftast kallaður. „Það er staður sem er svo ótrúlega nálægt mörgu. „Bátarnir sigla þarna framhjá, örfáum metrum frá landi. Miðbærinn er aðeins steinsnar í burtu. Þarna er staðurinn þar sem maður kemst í snertingu við saltan sjóinn. Þarna getur maður fylgst með fiskinum koma á land, án þess að vera fyrir. Þarna á maður að geta keypt ferskan fisk og þarna á maður að geta borðað það besta sem hafið hefur upp á að bjóða.“

Það er því ljóst í huga Sveins Bjarka að margs konar atvinnurekstur geti blómstrað við Drafnarslippinn – svo lengi sem reksturinn sé í einhverskonar samhengi við umhverfi sitt, við fiskinn og saltað andrúmsloftið.

Drafnarslippurinn, horft út á smábátahöfnina.

Drafnarslippurinn, horft út á smábátahöfnina.

Síðasti fjörubletturinn

„„Síðan Bjarni Riddari setti á stofn skipamsíðastöð í landi Ófriðarstaða, nú Jófríðarstaðir, hafa verið dráttarbrautir á svæðinu óslitið. Þökk sé því, þar sem þarna er síðasti fjörubletturinn í miðbæ Hafnarfjarðar,“ segir Sveinn Bjarki.

„Nú er lítil starfsemi í byggingunum og sannarlega engin starfsemi sem tengist sjávarútvegi og því eðlilegt að menn vilji nýta þessa lóð í eitthvað. „Mín hugnynd er sú að vernda þetta aðgengi að sjónum og gera útvegssögu Hafnarfjarðar hátt undir höfði með því verja stöðuna þarna eins og hún er í dag,“ segir Sveinn Bjarki. Hann leggur því til að dráttarbrautirnar verði lagfærðar og gerðar hættulausar, mölin verði hreinsuð upp, „„og svo þarf að gera skemmuna upp, byggja fiskbúð og veitingastað í hluta hennar. Restin verður útisvæði undir þaki,“ segir Sveinn Bjarki og bætir við að það þurfi að leggja hita í steypuna. „„Og þá erum við að tala um alvöru hita, þannig stéttin verði volg viðkomu á köldum dögum. Það þarf að gera útisvæði á Íslandi sem er aðlandi allan ársins hring, og ég held að það sé gerlegt þarna.“

Má ekki þrengja að bátaútgerð

Sveinn Bjarki segir að verkefnið sitt sé hugsað sem innlegg inn í nýtt miðbæjarskipulag og taki ekki sérstaklega fyrir aðra þætti svæðisins. „En að sjálfsögðu er þarna svæði sem þarf að skipuleggja og er það rökrétt framhald af þessari hugmynd. „Til dæmis er þarna varnargarður, sem með litlum tilkostnaði, væri hægt að breyta í bryggju fyrir hvalaskoðunarbáta. Eins finnst mér verkefnið bjóða upp á að það verði byggt upp fyrir mannlíf á Flensborgarhöfninni. Með þeim formerkjum þó, að ekki verði þrengt að bátaútgerðinni, enda er hún forsendan fyrir öllum þeim gæðum sem eru á svæðinu,“ segir Sveinn Bjarki um þessar áhugaverðu hugmyndir.

Meðal þess sem finna má á stefnuskrá Samfylkingarinnar eru hugmyndir um uppbyggingu á höfninni. Svo það sé áréttað, eru þessar hugmyndir lagðar fram, eingöngu til þess að sýna fram á möguleikana sem eru til staðar, og það geta líklega allir verið sammála um að þarna sé að finna gríðarlega möguleika á uppbyggingu, enda framtíðarsýnin sú að byggja lítið, snoturt, en arðbært menningarsvæði við Flensborgarbryggjunni.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: